Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 57
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
KUML Á HRÓLFSSTÖÐUM
í JÖKULDALSHREPPI
Þann 16. apríl 1996 var minjaverði Austurlands tilkynnt um beinafund á
Jökuldal. Ármann Halldórsson vélamaður á Egilsstöðunr hafði átt leið
um dalinn stundu áður og séð beinin blasa við í moldarflagi rétt neðan
vegar milli bæjanna Hrólfsstaða og Sellands. Ármann gætti að og sá að
unr nrannabein var að ræða, og taldi líklegt að þau lægju í kunrli.
Minjavörður kannaði kunrlið tvo næstu daga og naut við það aðstoðar
Páls Pálssonar frá Aðalbóli. Beinin lágu unr það bil 6 nretra neðan (aust-
an) þjóðvegar, á hjalla sem haflar lítið eitt austur frá veginunr.Yfirborðið
var ójöfn, hreyfð, en að nrestu hrein foknrold.
Höfuðkúpa og flest stærri bein lágu á yfirborði og yfir þau skolaði
vatni og eðju. Beinin voru augljóslega nrikið færð úr upphaflegum
skorðum. Annar lærleggur hafði borist nokkra nretra frá, en Ármann
hafði lagt hann upp að hinunr beinunum þegar hann fann þau.
Beinin lágu mjög grunnt og greinilega nrátti sjá útlínur grafar senr
sneri nna-ssv. Þegar skafið hafði verið burt 2ja-5 cm moldarlag ofan af
gröfinni voru flest beinin komin i ljós. Sunnan til í gröfinni nrátti sjá
áhöld senr lágu þétt saman og nrynduðu kökk.
Utíit kumlsins og innihald þess.
Gröfm var 1,55 nr á lengd nreð nrjög bogadregin horn, óreglulega spor-
öskjulaga að lögun. Breidd hennar virðist hafa verið nrest unr nriðbikið,
líklega unr 0,60 m, en hún nrjókkaði til beggja enda. Upphaflega dýpt
grafarinnar var ekki hægt að sjá vegna þess að jarðvegur hafði verið
færður ofan af henni. Þegar að var komið voru mest unr 10 cnr niður á
botn grafar. Gröfm hefur verið dýpst eftir endilangri miðjunni, eða U-
laga og náði niður undir ísaldarmöl.
Beinin í kunrlinu voru úr einunr manni og voru flest varðveitt. Aug-
ljóst var að því hafði einhverntínra verið raskað og svo til hvert einasta