Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Teikning afbeinunum og grafarbotni.
langsum með hnífsblaðinu, en hurfu fljótt eftir að áhöldin komu fram í
dagsljósið.
Kamburinn hefur verið einraða, samsettur úr tannahluta og tveim
okum sem mynda bak.Virðast tennurnar hafa verið af einunt og sama
grófleika. Af tannahlutanum eru varðveitt brot, og annar endinn, en á
honum er gat svo kamburinn hefur getað hangið í reim.
Okarnir hafa verið skreyttir með tíglamunstri sem dregið er með tvö-
földum strikum, og er munstrið sett í fleti á miðjum okum, afmarkað
með strikum þvert yfir.
Kambinum fylgja leifar af slíðri sem gert hefur verið úr 6 hlutum, þ.e.
fjórurn kinnum og tveim endastykkjum, en á þau hafa kinnarnar verið
festar.
Kinnarnar eru lítið eitt hvelfdar upp í miðjunni, þversnið þeirra er
hálfsporöskjulaga. Á miðjum kinnum eru munsturfletir afmarkaðir með
þverstrikum. Munstrið er röð af depilhringjum sem tengjast saman nreð
litlum skástrikum. Aðeins brot úr öðru endastykki er varðveitt.
Slíðurhlutarnir mælast nú 9,7 og 8,8 cm á lengd. Upphafleg lengd þess
hefur verið um 12 cm. Nokkur göt eftir hnoðnagla eru á kambshlutun-
um.
Naglasetningin virðist heldur óregluleg, hugsanlega hefur nöglum ver-
ið bætt við til að laga kambinn.
Nánar um hníjinn og kambinn.
Um hnífinn er það að segja að hann er tiltölulega stór miðað við aðra
kunflfundna hnífa íslenska, og fremur vel varðveittur.