Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 65
SIGRIÐUR SIGURÐARDOTTIR
UM NÁÐHÚS
Hvers konar náðhús notaði fólk fyrr á öldum? Hvernig brást fólk við ef
ekki var sérstakt náðhús á heimilinu og var það algengt?
Það má líta á þessa samantekt sem innlegg til rannsókna á húsum og
hátterni Islendinga í fortíð ef vera kynni að það gæti skýrt vafaatriði eða
vakið fólk til umhugsunar um hvers vegna svo sjálfsögð og eðlileg þörf
manns, að losa sig við úrgang, skilur svo fá merki eftir sig i fortíðarheim-
ildum sem raun ber vitni, hvort sem þær eru í rituðum frásögnum eða
niðurstöðum fornleifarannsókna.
Náðhús, salerni eða kamar voru þau kölluð, húsin sem fólk notaði til
athafna sem allir menn þekkja af eign raun, en fæstir tala um dags dag-
lega. Einnig var talað um heimilishús, garðhús, lokum eða vanhús í þeim
tilvikum. Nú tölum við ýmist um snyrtingu eða klósett. Gömlu nöfnin
halda sum enn velli, en eru sjaldan notuð.
Það vakti forvitni mína fyrir nokkrum árum er ég leitaði upplýsinga
um hreinlæti Islendinga fýrr á öldum að hver fræðimaðurinn af öðrum
lét hjá líða að taka náðhúsin sérstaklega til athugunar í umþöllunum um
húsakynni landsmanna. Jafnvel í greinagóðri bók Arnheiðar Sigurðardótt-
ur Híbýlahœttir á miðöldutn þar sem hún segir mjög nákvæmlega frá
innviðum og innanstokksmunum húsa á miðöldum minnist hún ekki
einu orði á kamrana og er þeirra þó víða sérstaklega getið í fornsögum.
Aðeins á einum stað segir hún frá hátt metnu ,,þarfahúsi“' í Reykholti
árið 1503, en þarfahús gæti reyndar hafa verið náðhús eða kamar þar sem
menn gerðu þarfir sínar. Nánari útskýring er engin og því erfitt að full-
yrða nokkuð.
Fræðimennirnir Guðmundur Hannesson og Valtýr Guðmundsson
tóku saman ágæt yfirlit yfir salerni á Islandi á miðöldum og ef bætt er við
úttekt Guðnrundar Hannessonar í Iðnsögu Islands I, undir ritstjórn Guð-
mundar Finnbogasonar, má nokkuð átta sig á salernum nnðalda. Guð-
mundur segir þessi hús lítilfjörleg, algeng í nágrenni bæja á fyrstu öldum