Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 67
UM NAÐHUS
71
Annar tíðarandi.
I hinum rómverska heimi höfðu menn, að því er virðist, gengið blygð-
unarlaust í þúsund ár til kamars eða baðstaðar og laugar hópum saman.
Sá háttur sýnist ótvírætt enn við lýði á fýrstu öldum Islandsbyggðar og
oft minnst á slíkt. Höfðingjar héldu lengi þeim gamla sið að byggja sér-
staka kamra við bæi sína, eða eins og höfundur Eyrbyggju segir er hann
talar um kamar Snorra goða að ,,í þann tíma váru útikamrar á bæjum“3.
Þessir kamrar voru jafnvel svo stórir að þeir rúmuðu marga á setum í
einu4. Vafasamt hefur verið að gera ráð fyrir að njóta næðis þar eins og
nafnið náðhús gefur til kynna og má vera að sú nafngift lrafi verið bund-
in við minni kamra sem voru notaðir á sama tínra.5
Ef litið er á tiltækt byggingarefni má telja líklegt að á landnámstíma
hafi salerni verið smíðuð úr timbri6, en eftir nokkra aðlögun í landinu
hafi landsmenn kosið að hlaða þau upp úr torfi og grjóti. A fyrstu öldum
byggðar í landinu virðast menn hafa byggt útikamra víða, en síðar hafa
þeir verið færðir nær húsum svo innangengt var í þá, eða jafnvel inn í
bæina.7 Nokkur dæmi um stóra kamra frá fyrstu öldum eru bæði í rituð-
um heimildum og fornleifauppgröftum og virðast þeir engu minni en
önnur bæjarhús, ýmist sjálfstæð eða sambyggð aðalíveruhúsum til móts
við skála eða anddyri. Þannig var náðhús Eiríks rauða í Brattalilíð á
Grænlandi, sem stóð
„gegnt útidyrum“8 Sams
konar kamrar virðast hafa
verið á Sámsstöðum í
Þjórsárdal og Gjáskógum
sem fóru í eyði 1104, í
Gröf í Oræfum sem fór í
eyði 1362 og Kúabót í
Alftaveri sem fór í eyði
að talið er 14909.Talað er
um „þiljanáðhús með
lúku“ í eigu kirkjunnar
að Upsurn í Svarfaðardal
árið 1318'° en hvort sá
kamar var eingöngu úr
timbri eða timburþiljaður
og torflrlaðinn er hins
vegar erfiðara að átta sig
gárdar i Island, Kh 1943, hluti úr Fig. 37, bls. 78. á.