Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Kamarinn á Stöng í Þjórsárdal. Tvær rennur (flórar) eru sitt hvoru megin og hefur
verið hœgt að skafa úr þeim út um auga á vegg. Ovíst er að öðru leyti hvernig umbúnaður
var á kamrinum. Sennilega gæti hafa verið þarna trébekkur með götum og hlemmar yfir eða
tréstöng, til að setjast á, i hnéhæð. Ur M. Stenberger (ritstj.) Forntida gárdar i Island, Kh
1943, Fig. 77, bls. 89.
Hið innra voru kamrar þessir misjafnlega útbúnir. „Lúkan“ á kamr-
inum á Upsum gefur vísbendingu um að skarn hafi verið losað út um
loku á gafli eða gólfi, en gróf eða flór virðist venjulega höfð við annan
langvegg eða báða og auga neðst á vegg til að moka skarninu út og fel-
hella fyrir gatinu." Vísbending um að timburgólf hafi verið yfir þrónni
kom fram í uppgrefti í Gröf í Oræfum12 og má telja líklegt að timbur hafi
verið að hluta til eða alveg á gólfum stakra kamra, en moldargólf ella.
Innangengt var á kamrana á fyrrgreindum stöðum og einnig á Sauðafelli
í Dölum og á Miklabæ í Skagafirði á 13. öld, en Miklabæjarkamarinn
virðist hafa verið sambyggður skála. Um þann kamar er talað er flótta—
menn frá Orlygsstaðabardaga, sem höfðu notið kirkjugriða í Miklabæjar-
kirkju, báðu um að fá að ganga til náðhúss. Þeir „gengu um skálann“13 á
leið þangað. Samkvæmt ákvæðum í Grágás nutu menn griða á kamri
jafnt og í öðrum húsum. Klausa um að grimmir hundar væru réttdræpir
á kömrum sem annars staðar, vitnar á athygliverðan hátt einnig um út-
búnað kamranna og gefur jafnframt hugmynd um að húsin hafi gegnt
fleiru en einu hlutverki eins og fræðimenn hafa reyndar velt fyrir sér.14
Þar segir: „Nú er hundur bundinn á kamri. Þá skal hann eigi taka til
manns er hann gengur til kamars eða sest á tré“.15