Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 71
UM NÁÐHÚS
75
7. mynd. Fjalarbrot með tveim götum, fundið við uppgröft á Stóruborg undir Eyjafjöllum,
e.t.v. kamatfjöl.Teikning Michéle Smith.
kamrar voru notaðir á sama tíma og stóru kamrarnir. í elstu bæjarleifum í
„bænum undir sandi“ sem fornleifafræðingar hafa verið að grafa upp í
Vestribyggð á Grænlandi nokkur undanfarin ár og er talinn hafa verið í
byggð fram á 15. öld21 var „smákompa“ í skálaenda og úti á hlaði var rás
íýrir framan skálann þar sem fundust litlir torfu- og heysneplar.22 Freist-
andi er að álykta að kompan hafi verið afþiljaður kamar og að smásnepl-
arnir hafi gegnt hlutverki „skeinipappírs“ þótt ekkert verði fullyrt um
það á þessu stigi því rannsóknum á bænum er enn ólokið.
Þegar kemur fram á 16. öld eru fáar heimildir um verðmæta kamra. I
jarðaskiptabréfi ársettu 1530, frá Stóru-Okrum í Skagafirði, er getið um
kamar og í Biskupaannálum Jóns Egilssonar segir að upp úr 1540 er ný
hús voru reist í Viðey, var reist þar náðhús.23 Einnig eru líkur leiddar að
því að eitt húsanna í húsþyrpingunni á Stóruborg undir Eyjafjöllum á
16. öld sé kamar. Lítil tréfjöl með tveinrur götum, sem líktist helst
kamarfjölinni frá Bergen, fannst í bakhúsi þar sem greinileg verksum-
merki voru um að milli tveggja stoða hafi verið tréverk, þil eða bekkur.
Milli þess og veggjar var laus mold. Smáhellur voru framan við meint þil
eða bekk og mynda gólf. Hvorki renna né gat var á neðri hluta veggjar
þannig að hafi húsið verið kamar gætu hafa verið trékollur (þrekk- eða
örnakollur) undir setunum sem losaðar hafa verið í for eða annars stað-
ar.24 Vísbendingin er óörugg en sennileg. Hins ber að geta að hefði fjölin
ekki fundist, sem varð til þess að fornleifafræðingum datt kamar í hug,
hefðu menn sennilega talið þetta íveruhús með klefa, lokrekkju eða álíka.