Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 73
UM NAÐHUS
77
9. mynd. Bœrinn á Grund í Eyjafirði eins og Ólafur Briem byggði hann laustfyrir miðja
19. öld. Þar er kamri (nr.39) skotið inn í gangaenda. Segir höfundurinn, séra Benjamín
Kristjánsson, að hann hafi verið einn hinn fyrsti sinnar tegundar í Eyjafirði á síðari öldum.
(Benjamín Kristjánsson, óársett. Eyfirðingabók I. Sögurfrá umliðnum öldum.Ak. Bls. 128)
tímar líða og gefa ákveðna vísbendingu í þá átt. í seðlasafni Orðabókar
Háskólans eru tilvísanir í sex ritheimildir á tímabilinu 1558-1830.
Náðhúss er getið hjá Jóhanni Bugenhagen í Historíu Pínunnar og upprísu
Drottins vors árið 1558 og kamra er getið hjá Guðbrandi Þorlákssyni í
Christeleg Vnderuiisun 1601, hjá Runólfi Jónssyni í Recentissima antiqvissi-
mæ 1651, hjá Gunnlaugi Oddsen, Grími Jónssyni og Þórði Sveinbjarnar-
syni í Almenn Landaskipunatfrœði 1821-1827 og hjá B.C.Faust í Spurn-
ingaquer Hcilhrygdinnar 1830.
Jón Olafsson úr Grunnavík nefnir náðhús í orðabók sinni frá þessurn
tíma og skýrir það senr „cella familiaris, vel cacatoria“27. Hann hefur álíka
skýringu yfir orðið kamar og segir að sunrir kalli kamar salerni og nefnir
bæði útikamar og innikamar28 sem vísar á tilveru þeirra þótt beinar
heimildir segi fátt af þeim. Þar við bætist að svo virðist að menn verði að
rekja sig eftir ýmsum nöfnum yfir náðhús, frá einum tíma til annars.
Stefán Karlsson tók saman stuttan og greinagóðan þátt um salerni í af-
mælisbók sem tileinkuð var dr. Arna Björnssyni sextugum og má þar
finna samantekt um nrörg og mismunandi nöfn á fyrirbærinu og segir
höfundur ástæðu þess vera „vafalítið... að enda þótt öll orðin séu kurt-
eisleg að eðli og uppruna og ekki í neinu þeirra vikið að athöfnum fólks
á staðnunr, hafa þau flest þótt gróf þegar frá leið, og því hefur sífellt verið