Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið notaðir á seinni öldum, en grun hef ég unr að þeir hafi óvíða verið
á tímabili frá 16. öld og fram undir miðja 19. öld. Urn leið og kamrar
hættu að vera sjálfstæð hús er sem þeir týnist inn í hin húsin, sennilega í
formi setbekks yfir kollunni sem hefur verið sett niður þar sem fólk var í
næði.
Það hve fáar heimildir eru til um náðhúsin yfirleitt gæti verið komið
til fyrir siða sakir, ef ekki þótti við hæfi að minnast á þau. Hvort setbekk-
ir og náttstólar, eins og menn þekktu frá útlöndum, hafi tíðkast á stórbýl-
um er ómögulegt að fullyrða, en liví skyldi ekki slíkur útbúnaður hafa
verið þekktur hér? Vegna fálætis ritheimilda og af því hve tréverk varð-
veitist illa hefur okkur næstum sést yfir breytinguna frá kömrum til
koppa.Trékollur og setbekkir eru svo veigalitil í virðingamati að um þau
er helst talað almennt sem dalla, kirnur, kúta, kistla og bekki án þess að
geta nánar hlutverka þeirra. Askar, rúmfjalir, keytukaggar og annað þess
háttar, sem enginn efast um að hafi verið til á hveijum bæ, eru ekki held-
ur sérstaklega tíundaðir í úttektum og því er stundum erfitt að átta sig á
hlutverkum hvers smáíláts.
Það hvernig notkun hugtakanna kamars og náðhúss eins og fjarar út á
löngu tímabili væri hægt að nota sem vísbendingu um nýjar venjur og
svo virðist að síðustu leifar þess gamla siðar að setjast á tré eða fara á set-
urnar, sé fatan sem heimilda-
menn Þjóðháttadeildar Þjóð-
minjasafns fæddir á árunum
1890-1910 muna eftir í gömlu
torfbæjunum í afdrepum innan-
húss, við taðstálið eða í útihúsum
sem innangengt var í. A þéttbýl-
isstöðum voru byggðir timbur-
kamrar um miðja 19. öld og
nokkru seinna til sveita og voru
þeir notaðir þar fram undir miðja
20. öld er vatnssalernin tóku við.
21. mynd. Sænskur náttstóll eða pottstóll
fyrir börn. Sumir voru tneð slá fyrir fram-
an svo börnin dyttu ekki fratnár. Kollan
var sett undirgatið. Ljósm. L. Björkquist,
Jamtlands liins museum.