Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 91
ELSA E. GUÐJÓNSSON
KLJASTEINAVEFSTAÐIR A ISLANDI
OG Á GRÆNLANDI
Samanburður á hlutum úr miðaldavefstöðum sem grafnir
voru upp á Grœnlandi 1934 og 1990-1992 og íslenskum
vefstaðarhlutum frá átjándu og nítjándu öld
Grein þessi er að stofni til samnefnt erindi sem höfundur flutti á ensku á
málþingi um rannsóknir á jarðfundnum textílum og textíláhöldum, Fifth
NESAT Symposium, 7. maí 1993, endurskoðað 29. rnaí-23. júní 1993 og
prentað í ráðstefnuriti 1994,1 en hvati að erindinu voru leifar af vefstöð-
um (kljásteinavefstöðum) sem fundist höfðu á Grænlandi 1990-1992 á
áður óþekktu bæjarstæði frá miðöldum. I sarna ráðstefnuriti birtist jafn-
framt bráðabirgðaskýrsla eftir Jette Arneborg fornleifafræðing og Else
Ostergárd textílforvörð um textílleifar þær og textíláhöld sem þar fund-
ust á þessu sama tímabili.2
I
I Eiríks sögu rauða segir frá því að sonur Eiríks, Leifur heppni, hafi á leið
frá Grænlandi til Noregs orðið „sæhafa til Suðureyja“ og dvaldist þar
lengi sumars; ennfremur að þegar hann skildist við vel ættaða tíðleika-
konu sína þar, Þórgunnu, hafi hann gefið henni þrjár gjafir: fingurgull,
tannbelti og grænlenskan vaðmálsmöttul.3
Hér verður fjallað um tæki það sem notað var til að vefa vaðmál, bæði
íslenskt og grænlenskt, þ. e. vefstaðinn (kljásteinavefstaðinn) (1. mynd).
II
Við rannsóknir mínar á íslenska vefstaðnum - samanber meðal annars
skrif mín um hann í greinum birtum 1985, 1989 og 19904 - varð mér
ljóst að þó svo að íslenskar konur hafi framleitt vaðmál í vefstöðum frá
upphafi landnáms eru ekki varðveittir neinir íslenskir vefstaðarhlutar frá