Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Qupperneq 93
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
97
miðöldum og reyndar enginn sem hægt hefur verið að tímasetja eldri en
frá fyrri hluta 18. aldar. Að vísu hafa iðulega fundist kljásteinar við forn-
leifauppgröft hér á landi, og einnig hafa fundist leifar vefjarskeiða og heill
hræll, en ekki hafa verið grafnir upp hlutar úr vefstaðnum sjálfum.5 Er
það raunar engin furða, því að timbur var verðmætt og var til skamms
tíma notað aftur og aftur. Dæmi um þetta eru tjórir rifir úr vefstöðum
sem fjallað verður um hér á eftir og voru notaðir sem raftar og girðingar-
staurar áður en þeim var bjargað og komið á söfn á árunum 1963-1978.6
Það vakti því óskipta athygli mína þegar fréttir bárust af því sumarið
1992 að þó nokkrir vefstaðarhlutar hefðu fundist, ekki aðeins það ár,
heldur einnig 1990 og 1991, í áður óþekktu norrænu bæjarstæði frá
miðöldum á Nipaatsoq sléttu suðaustur af Nuuk á vesturströnd Græn-
lands, í Vestribyggð sem talin er hafa lagst í eyði á seinni hluta 14. aldar.
Bær þessi hlaut minjanúmerið 64 V 2—III—555, en hefur jafnframt verið
nefndur „Bærinn undir sandinum," þar eð hann var hulinn þykku lagi af
sandi uns jökulsá fór að brjóta framan af rústum hans.7 Samkvæmt þeim
upplýsingum sem fyrir lágu snemma árs 1993 þegar frumgerð þessarar
greinar var samin,8 höfðu fundist þar alls sex vefstaðarhlutar, þrír þeirra í
vistarveru sem aldursgreind var til tímabilsins eftir 1200-1250.9 Af þess-
um sex eru tveir skertir rifir og einn heill, og er annar skerti rifurinn
lausafundur frá 1990,10 en hinir tveir voru grafnir upp 1992. Þá fannst
hluti, að líkindum úr hlein, út af fyrir sig 1990, og hluti úr skilfjöl, að ég
tel vera, 1991, en hluti úr annarri skilfjöl fannst í uppgreftinum 1992 (2.
mynd).
Hér á eftir verður fjallað um þá hluta úr íslenskum vefstöðum sem enn
eru varðveittir, gerð þeirra lýst í fáum dráttum og í stuttu máli gerður
samanburður á þeim og þessum fundum úr „Bænum undir sandinum."
III
Vefstaðir í Þjóðminjasafni. I Þjóðminjasafni Islands eru til sýnis tveir ís-
lenskir vefstaðir, en vefstaður er íslenskt heiti þessa tækis." Vefstaðirnir
tveir eru að nokkru upprunalegir. Annar var settur upp árið 1900 og aft-
ur 1914 eða skömmu áður til að vefa einskeftu. Þeir hlutar vefstaðarins
sem eru upprunalegir eru hleinarnar tvær (Þjms. 908b), að því undan-
skildu að aukið var neðan við þær viðaukum í bæði skiptin, lengri þó í
seinna skiptið, þegar vefstaðurinn var settur upp í sýningunni;12 ennfrem-
ur eru rifurinn (Þjms. 855) og annar lokuþollurinn (Þjms. 908f) upp-
runalegir. Þessir hlutir, aðrir en rifurinn, og annar rifur (Þjms. 908a) eru
úr vefstað sem safnið keypti 1872 af Bjarna Pálssyni, bónda á Hnappa-