Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 94
98
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
2. mynd. Uppdráttur af uppgrefti 1992 á norrœnu bœjarstœði frá miðöldum á Nipaatsoq
sléttu suðaustur af Nuuk á vesturströnd Grænlattds, í Vestribyggð sem talin er hafa lagst í
eyði á seinni hluta 14. aldar. Bærinn hlaut minjanúmerið 64 V 2-111-555, en hefur einnig
verið nefndur „Bærinn undir sandinum. “ I rústum vistarverunnar scm sýitd er á
teikningunni, en hún er þar merkt sem nr. ffundust meðal anttars leifar af vefstöðum scm
hafa verið aldursgreindar til eftir 1200-1250. A það skal bent að eitt hlutanúmer á mynd-
inni Itefur misritast 654, en á að vera 645. Teikning:Jette Arneborg 1993 samkvæmt mæl-
ingum H. C. Kapel 1992. Úr Arneborg og Qstergárd (1994), bls. 166.
völlum.13 Rifurinn Þjms. 855, sem af óþekktum ástæðum var notaður til
að setja upp vefstaðinn í seinna skiptið í stað rifsins sem honum tilheyrði,
kom til safnsins 1871.14 Sá rifur gæti reyndar verið sá elsti sem til er á Is-
landi; sagt er að Olafur Gunnlaugsson í Svefneyjum (f. 1688, d. 1784),
faðir Eggerts skálds Olafssonar, hafi smíðað hann.15 Hinn vefstaðurinn
sem til sýnis er á safninu var settur upp til að vefa vaðmál 1963. Upp-
runalegu hlutarnir í honum eru hlein (Þjms. 1919b) og rifur (Þjms.
1919a) sem safnið eignaðist 1881, en óvíst er um uppruna þeirra.16
Aðrar leifar íslenskra vefstaða. Riftr. Auk þessara vefstaðarhluta á Þjóð-
minjasafnið hluta úr enn einum rif. Hann hafði verið notaður íyrir girð-
ingarstaur í landareign Miðhóps í Húnavatnssýslu, en þjóðminjavörður