Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 97
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
101
stað sem smíðað var og gefið Þjóðminjasafninu 1877,28 og gerðin kemur
í stórum dráttum heim og saman við rissmynd af slíkri fjöl (3. mynd) í
bréfi sem dagsett er 8. maí 1881, varðveitt á Þjóðskjalasafni Islands, frá
Brandi Sumarliðasyni á Reykhólum. Hann var þá 53 ára, en hafði séð
brekán ofið í vefstað þegar hann var á 7. ári.29 Rétt er að taka hér fram að
skilfjölin í íslenskum vefstöðum var frábrugðin skilfjölum sem þekkjast
frá öðrum Norðurlöndum að því leyti að hér var hún flatt borð sem fest
var á hleinarnar, eins og áður segir, með sérstaklega gerðum festingum,
lokuþollum, þannig að hún stóð út hornrétt á hleinarnar (4. mynd).30
Annars staðar voru skilfjalir í vefstöðum annað hvort úr borðum, milli 6
og 11 cm að breidd og frá 2,5 og allt upp í 13 cm að þykkt að því er séð
verður af heimildum, eða þá sívöl prik; þær voru ýmist festar með tré-
stautum (trénöglum) eða bundnar við hleinarnar, hvíldu á hælum31 eða
þeim var jafnvel haldið föstum með uppistöðuþráðunum sjálfum.32
IV
Leifar grœnlenskm vefstaða. Rifur og brot úr rifum. Heili rifurinn sem fannst á
Grænlandi 1992 (NKA
1950x598) er nokkru
styttri, 188 cm, en ís-
lensku rifirnir sem varð-
veittir eru. Vefrými hans
er 140 cm, á honum eru
34 göt og bil milli hleina
hefur verið 160 cm.
Hann er að því leyti
ólíkur íslensku rifunum
að rifshausinn er spor-
4. mynd. Festing skilfjalar i
íslenskutn vefstað. Lokuþolli,
sniðnum eftir upprunalegum
lokuþolli í Þjóðminjasafni Is-
lattds, Þjms. 908f er stungið í
ílanga rauf á hleininnni; á
honum er einnig ílöng rauf og
sér þar í cnda skiljjalarinnar.
Hlutamynd af vefstað í Þjóð-
veldisbaenum i Þjórsárdal. Ný-
smið frá 1979. Ljósmynd:
Elsa E. Guðjónsson 1979.