Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 99
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
103
varðveittar eru á íslandi, og ekki er að sjá ummerki um neinar slíkar á
þeim fimm myndum af íslenskum vefstöðum sem þekktar eru frá fyrri
tíð, fjórar frá 1777-1780 (1. mynd)39 og ein frá 1881.40 Hins vegar er til
eldri ritheimild, kvæðið „Króks bragur“ frá seinni hluta 17. aldar eða
öndverðri 18. öld, þar sem lýst er í fyrstu níu erindunum af tuttugu og
tveimur hvernig vefstaður er settur upp og undirbúinn til vefnaðar.41 Um
þetta segir svo í þriðja erindi:
„Fyrst er mikið fjaðradrif
á fljóðunum, og stór umsvif
að heimta sköptin, hleinar, rif,
og hvað því verki semur.
svo ekki komi á bak við bif
bjálki er höggvinn í.“42
Sem sagt að þegar vefstaður er settur upp sé bjálki höggvinn í á bak við
svo ekki komi bif eða, með öðrum orðum, svo að vefstaðurinn bifist
ekki, verði stöðugur. An efa hefði slíkur bjálki verið „höggvinn í“ nálægt
efri enda hleina ef dæma má meðal annars eftir myndunum fjórum frá
síðari hluta 18. aldar sem nefndar voru, og negldur við hleinarnar eins og
þar er sýnt, en á fjölinni grænlensku er einnritt kringlótt gat á grópinni
miðri að því er ætla má til festingar eins og fyrr segir. A myndunum fjór-
um eru hleinar hvers vefstaðar sýndar negldar nálægt efri endum við sér-
stakan þverbjálka af afmarkaðri lengd - bjálka þann sem nefndur er í
kvæðinu? - sem á einni myndinni er kallaður Baktrie.43 A hinum þremur
myndunum eru hleinarnar jafnframt negldar á annan bjálka sem sýndur
er yfir hinum og nær sá um þvera myndina (1. mynd); að öllum líkindum
var þetta biti í húsi þar sem vefstaðurinn var staðsettur. A einni þessara
mynda eru efri og neðri bitinn báðir saman merktir á dönsku sem Biel-
ker.44
Sá hængur er á hvað varðar hleinina meintu er fannst í „Bænum undir
sandinum“ að engin for eða merki sjást á hvelfdu framhliðinni þar sem
festa hefði átt hleinarkrókinn sem ber uppi rifinn, en ætla mætti að tvö af
götunum og stórir trénaglar hefðu verið notuð til þess á sama hátt og sést
í áðurnefndum fjórunr myndurn. En ef til vill hafa nreira en 500 ár í
jörðu afnráð för eftir krókinn ef einhver hafa verið, og einnig verður að
hafa í huga að engir hleinarkrókar eða leifar þeirra hafa fundist í bæjar-
rústunum svo vitað sé. Ekki nrá heldur gleynra því að þó svo að talsverð-