Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 101
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
105
7. mynd. Nœrmynd af skiljjöl, NKA 1950x645, í bœjarstœðinu 64 V 2-111-555, „Bœn-
um undir sandinum, “ í júlí 1992, áður en hún var tosuð úr uppgreftinum. Greinilega má
sjá á fjalarbrúninni slitför eftir uppistöðuþrœði, og einnig má greina ávalann á efri brún
hennar. Ljósmynd: Guðmundur Ólafsson.
I sambandi við áðurnefnd brot úr skilfjölum er mjög áhugavert að
hlutur sem virðist vera heil slík fjöl (U 314, safnnr. D 12389) var grafinn
upp í bæjarrústunum í Umiiviarsuk nálægt Sandnesi á Grænlandi árið
1934.47 Þegar höfundur var að leita heimilda um grænlenska hluti til
samanburðar við fundi frá bæjarstæðinu 555 rakst hann á frásögn af fjöl
sem nefnd var á ensku warpirtg stick, en engan hlut með því nafni er að
finna í enskum ritum um vefnaðaráhöld að því er honum er kunnugt.
Virtist tilvist þessarar fjalar fram að þessu hafa farið fram hjá þeim sem
rannsakað hafa textíláhöld, þó svo að Aage Roussell segði frá henni á
prenti 1936.48 Þrátt fyrir hið vandræðalega enska heiti var Roussell full-
ljóst til hvers gripurinn hafði verið notaður, eins og sjá má á frásögn hans
og lýsingu sem hér fer á eftir:
In the iiving room at Umiviarssuk was a hoard, 168 cm long, with distinct
wear marks from close threads on both edges, U.314. It seems to be the warping
stick of a vertical loom: the lower, horizontal bar that keeps the threads apart. Un-
förtunately there are so many nail holes in the board from earlier use that the
arrangement for its fixing cannot be elucidated.49
U.314. Warping stick of vertical loom, Mus. No. D 12389,... 168.2x9.8-
10.5x2.3. On both edges the board is worn by the threads, which have been
arranged 13 to 20 mm apart. The method offixing the board cannot be indicated,