Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 103
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
107
9. mynd. Nœrmynd af hluta af hrún skilfjalarfrá Umiiviarsuk (sbr. 8. mynd), með slitfórum
eftir uppistöðuþrœði. Ljósmynd, tekin í Nationalmuseet, Kaupmannahöfn, í september
Í994:Elsa E. Guðjónsson.
Á skerta endanum á fjölinni frá Umiiviarsuk var skorið smávik inn í
aðra hlið hennar (10. mynd); hugsanlegt er að það geti með einhvegum
hætti tengst festingu fjalarinnar við
hleinarnar, en engum getum verður leitt
að því að svo stöddu hvernig hún kann
að hafa verið. Roussell segir, í tilvitnaðri
klausu hér að ofan, að ekki sé hægt að
sjá hvernig fjölin hafi verið fest. Ekki er
vitað hvort hann þekkti til þess hvernig
skilfjölin var fest á íslenskum vefstöðum,
og að minnsta kosti fannst enginn hlutur
sem líktist lokuþolli (4. mynd)54 í Umii-
viarsuk eftir því sem séð verður af
fundaskrá,55 og ekki er vitað til að neitt
honum líkt hafi fundist í uppgreftinum á
„Bænum undir sandinum.“ Eftir stendur
að þótt augljóst virðist að vefstaðir mið-
alda á Grænlandi höfðu skilfjöl sem var
svipuð og komið fyrir á líkan hátt og
10. tnynd. Nœrmynd afhluta af skilfjöl frá Umii-
viarsuk (sbr. 8. mynd), óbrotna endanum sem úr
hefur verið skorið smávik. Ljósmynd, tckin í
Nationalmuseet, Kaupmannahöfn, í september
1994: Elsa E. Guðjónsson.