Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skilfjalir í íslenskum vefstöðum á 18. og 19. öld, þá er ekki enn vitað
hvernig hún var fest við hleinarnar.56
V
Auk vefstaðarhlutanna sem þegar hefur verið rætt um, fannst einn hlutur,
eða ef til vill tveir sem notaðir hafa verið við vefnað á bæjarstæðinu 555
árið 1992.57 Annar, „fundinn við vefstaðinn,“58 var sagður vera eilítið
sveigð spýta, oddmjó í annan endann, en þverskorin fyrir hinn, 25,5 cm
löng, þykkust um miðju og ávöl í þverskurð, 2x1,6 cm (NKA
1950x766).59 Þetta er án efa hræll, áþekkur þeim tveimur íslensku hræl-
um sem höfundi er kunnugt um, en þó 3,5 og 4,2 cm lengri en þeir.60
Hafi höfundur skilið lýsinguna á lögun spýtunnar rétt líkist hann þó mest
hræl sem frásögn og rissmynd er til af frá 1881: með einum oddi og
sagður gerður úr sauðarlanglegg, en slík leggbein eru sögð vera frá um 22
til 25 cm að lengd.61 En vera má að um misskilning höfundar hafi verið
að ræða, þar sem sagt er í prentaðri fundaskrá að spýtan narrows in both
ends, þ. e. mjókki til beggja enda.62 Höfundur hefur ekki séð spýtuna og
vera má að þarna sé hræll með tveimur oddum upprunalega, en brotið
framan af öðrum. Meiri vafi er um hlutverk mjórrar spýtu (NKA
1950x721) sem fannst með vefstaðarhlutum 1992; hún er 87 cm að
lengd, um það bil 3 cm í þvermál og með skoru63 eða hnúð(?)64 á öðrum
enda. Hugsanlegt er að þar sé um skilskaft65 í mjóan vef að ræða, til vefn-
aðar á álnar breiðri voð í mesta lagi.66
[29. maí 1993 / 23.júní 1993. Mjöll Snœsdóttir þýddi meginmál; EEG þýddi tilvitnanir og
töjlur og yfitfór að mestu 21.-23. ágúst 1997, og endurskoðaði og finpússaði og gekk frá
myndatextum í janúar -12. mars 1998.]