Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ftcent) íslenskan búning.16 Af bréfi Guðrúnar virðist ennfremur ljóst að
kraga hefur vantað með búningi þeim sem Stanley hafði eignast, eða
hann ef til vill glatast, en áhugi verið fyrir hendi hjá lafði Stanley að bún-
ingurinn í eigu þeirra væri heill og óskertur. Enn má lesa áhuga Stanley-
fjölskyldunnar á íslenska búningnum úr upptalningu af efniviði í leiksýn-
ingu með skrautbúningum (list of properties for a fancy dress play) sem var
hluti af hátíðahöldum þegar tvíburasynirnir William og Edward urðu
myndugir 1823.17
Helst kemur manni til hugar að Stanley hafi, eins og Sveinn Pálsson
tveimur árum síðar, séð skildahúfuna hjá prófastsfrúnni þótt ekki hafi
húfan þá verið föl, eða hann ekki falast eftir henni. Þegar svo Guðrún
dvaldist á heimili hans löngu síðar hafi hann minnst húfunnar og hann
og/eða frú hans beðið Guðrúnu að leita eftir henni hjá þeim prófasts-
hjónunum þegar heirn kæmi. Hefur Guðrúnu greinilega verið vel tekið í
Görðum því að prófasturinn sendi lafðinni ensku ekki einungis gamla
einstæða höfuðfatið heldur einnig silfurbikar.
En nú vaknar spurningin: leynist þessi íslenski höfuðbúnaður, efalaust
skildahúfa, enn í einkaeign í Bretlandi, ef til vill í vörslu Stanley lávarðar
afAlderley sem nú er, afkomanda John Thomas Stanley ogjosepha Maria
lafði Stanley, eða á einhverju safni í Cheshire eða þar í grennd? Og raun-
ar, hvar skyldi íslenski faldbúningurinn sem Stanley fékk 1789 vera nið-
urkominn?
20.10.1997.
TILVITNANIR
1 Elsa E. Guðjónsson, „Skildahúfa," Arbók liitts islenzka fornleifafélags 1969 (Reykjavík,
1970), bls. 61-79.
2 Þjóðminjasafn Islands, Þjms. 10934, og Nationalmnseet, nr. 12013/1964 (eldri nr.
19712/1861 ogW 1014c).
3 Elsa E. Guðjónsson (1970), bls. 64-65 og 76-77. Sbr. Sveinn Pálsson, Ferðabók. Dagbœkur og
ritgerðir 1791-1797 (Reykjavík, 1945), bls. 27-28. Steindór Steindórsson þýddi þennan
kafla bókarinnar, sem er á bls. 35-36 í handriti í Landsbókasafni Islands Lbs. IB 1-3 fol.
4 Elsa E. Guðjónsson, „Enn um skildahúfu," Arbók hins íslenzka fornleifafélags 1970 (Reykja-
vík, 1971), bls. 79-86.
5 Andrew Wawn, „Hundadagadrottningin," Saga. Tímarit Sögufélags, XXIII-1985 (Reykja-
vík, 1985), bls. 97-133.
6 Ibid., bls. 98 og 133. Skv. ibid., bls. 106, virðist líklegt að Guðrún hafi farið utan til Eng-
lands 1812.
7 Ibid., bls. 115ogll7.
8 Ibid.,bls. 114 og 116.
9 Elsa E. Guðjónsson, „Islenskur brúðarbúningur í ensku safni,“ Arbók hins íslenzka fornleifa-
félags 1984 (Reykjavík, 1985), bls. 49-80.