Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 123
ELSA E. GUÐJONSSON
VIÐBÆTIRVIÐ
„UM HEKL Á ÍSLANDU
ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1995
Hinn 17. maí 1997 átti höfundur þess kost í fyrsta sinn að skoða bænda-
kirkjuna í Bjarnarhöfn og kirkjugripi þar. Meðal skrúða kirkjunnar er alt-
arisklæði úr rauðu ullardamaski, sem skreytt er í miðju flauelskringlu með
baldýruðum eikarlaufakransi og stöfunum IHS innan í, en til hliðanna og
að neðan er ásaumuð breið hekluð blúnda (millibekkur) úr gulu garni.
Altarisklæðinu fylgir dúkur heklaður úr hvítu garni með gisnu munstri
og kögri að framan og til hliðanna, undirfóðraður rauðu damaski sömu
tegundar og er í altarisklæðinu. (1. og 2. mynd).Aftan á altarisklæðinu sem
fóðrað er með gulu efni, efst hægra megin er ennfremur stór bót úr hvít-
um bómullaijafa með rauðri krosssaumaðri áletrun:
Messuskrudann / saumadi og gaf / Ingileif Melsted / Biarnarhafnar- /
kirkiu 1862 i minn- / ingu þess ad mad- / ur hennar Páll / amtmadur
Mel- / sted er þar iardad- / ur
Virðist mega ráða þessa áletrun á þann veg að Ingileif hafi gefið bæði
altarisklæðið og dúkinn. (3. mynd).
Ingileif Melsted (f. 1812, d. 1894), dóttir séra Jóns Bachnrann að
Klausturhólum, var seinni kona (g. 1846) Páls amtmanns (f. 1791, d.
1861). Bjuggu þau í Stykkishólmi frá 1849, en eftir lát rnanns síns fluttist
Ingileif til Reykjavíkur og bjó þar, í Dillonshúsi, til æviloka. Þess má geta
að amma Ingileifar í föðurætt var Halldóra Skúladóttir landfógeta Magn-
ússonar, kona Hallgríms Bachmann læknis í Bjarnarhöfn.
Bæði millibekkurinn og dúkurinn munu vera unnir eftir erlendum
fyrirmyndum. En því er altarisklæðisins og -dúksins í Bjarnarhafnarkirkju
sérstaklega getið nú, að þau eru elstu nákvæmlega tímasettu varðveittu
gripir með hekli hér á landi sem höfundi er kunnugt um til þessa.