Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 127
UMVEFSTÓLA Á ÍSLANDI Á 18. ÖLD
131
hún birtir lýsingu hans orðrétta (ekki stafrétta) og dregur upp tvær skýr-
ingarmyndir af vefstólnum eins og hann horfir við henni,9 virðist mér
Ijóst að vitneskja um frásögn Hannesar hefði litlu breytt því sem ég skrif-
aði og vitnað er til hér að framan, þar eð vefstóll sá sem hann greinir frá
mun vera með háum framstuðlum, engri spennislá og slöngurif sem ber
lítið eitt hærra en bijóstbómuna, tegund sem var algeng í Danmörku fyrr
á öldum, þ. e. ’framstæður’ vefstóll eins og Sigríður kýs að nefna gerðina
(4. og 5. mynd),10 en engar menjar slíkra vefstóla þekkjast hér á landi frá
fyrri tíð.
I inngangi sínum að frásögn Hannesar segir Sigríður meðal annars að
„engar beinar upplýsingar um vefstólinn“ komi fram, „hvorki hvar né
nákvæmlega hvenær“ lýsingin var skrifuð.11 Þetta má að vissu leyti til
sanns vegar færa, því að Hannes nefnir hvorki staðsetningu/heimkynni
vefstólsins né ritunardag frásagnarinnar. Ekki getur þó leikið vafi á því
þegar handritasyrpan Lbs. 80a-g, 8vo er skoðuð í heild, sem og ártöl þau
sem þar standa, að hann hefur skráð lýsinguna í Danmörku árið 1760.12
Þar dvaldist hann við nám og störf frá 1755 til 176713 - nema hvað hann
kom til Islands snögga ferð sunrarið 175814 - og er lýsingin það nákvæm
að Hannes hlýtur að hafa haft vefstól fyrir augunum og getað mælt hann
allan þegar hann skrifaði frásögnina eða gerði uppkastið að henni.Verður
því ekki séð að lýsingin eða gerð vefstólsins sem lýst er tengist vefstólum
sem notaðir voru í Innrétt-
ingunum eins og Sigríður
tæpir á: „A lýsing vefstaðarins
e.t.v. við vefstól í Innrétting-
unum?“15
Vegna ritunartíma og
-staðar frásagnarinnar verður
ekki heldur komið auga á
nein haldbær rök fyrir því að
Hannes hafi verið að lýsa
2. inynd. Líkan aj þýskum hand-
verksvefstóli frá 1798 (Stu-
benzeichen der Nördlinger Lod-
weber). Stadt Museunr,
Nördlingen. Ur Grete De
Francesco, „ Voin Sinn der Hand-
ivcrkszeichen, “ Ciba-Rundschau,
13 (Basel, 1937), bls. 452.