Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vefstóli í Skálholti úr tíð Jóns biskups Árnasonar eins og ýjað virðist að í
inngangi Sigríðar, þó svo að heimildir séu fyrir því að Jón hafi fengið
vefstól - ekki vefstóla - til Skálholts16 1722 eða þar um bil. Ekki fer held-
ur neinurn sögurn af vefstóli í Skálholti í tíð eftirmanna Jóns,17 bisk-
upanna Olafs Gíslasonar og Finns Jónssonar, föður Hannesar; hins vegar
fékk Skúli Magnússon árið 1743, þá ráðsmaður Hólastaðar, norður til sín
ónotaðan línvefstól úr eigu Þórðar Þórðarsonar á Háfi, staðarráðsmanns í
Skálholti (1712-1713 og 1722-1743), en þann vefstól hafði Þórður látið
smíða eftir vefstólnum, sem Jón biskup Árnason fékk til Skálholts.18
Lítil sem engin ástæða mun vera til að ætla að vefstólslýsing Hannesar
Finnssonar frá 1760 tengist vefstólum í Innréttingunum, vefstólnum í
Skálholti frá um 1722 eða þá vefstólum þeim sem almennir urðu á Is-
landi síðar. Líklegra er að frásögn Hannesar sé eitt af mörgurn dæmurn
um áhuga hans á að skrá hjá sér hvers kyns upplýsingar og nýjungar er
Islendinga kynni að varða og/eða þeim að gagni verða. Má sem annað
dæmi um slíkt nefna að hann skráði nokkru á undan vefstólslýsingunni í
þessari fróðleiks- og minnisgreinasyrpu, á bls. 335-344, „Extract af Sr:
Friederich Wilhelm Hastfers Undervisun unr Ullarklippurna á Fenú,“ en
kafli um það efni er í riti eftir Hastfer um sauðfjárrækt á Islandi sem
einmitt kom út á prenti í Kaupmannahöfn 1761.19
Frásögn Hannesar er ekki hvað síst athyglisverð fyrir tækniorð um
vefstóla sem hún hefur að geynra. Sigríður bendir á að þarna hafi ef til
3. mynd. Líkan af vefstóli
sein Englendingurinn Pike
Ward mun hafa eignast hér
á landi utn aldamótin
Í900. I Þjóðminjasafni Is-
lands, óskráð. I líkanið
vantar þverslá ofan af slag-
borði og einnig spennislá,
en í stað hinnar síðar-
nefhdu hefur mjórri, Ijós-
leitri spýtu verið stungið í
höldurnar aftan á aftur-
stuðlunum. Hæð líkansins
er um 20 cm. Ljósmynd:
Elsa E. Guðjónsson 1994.