Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 129
UMVEFSTÓLA Á ÍSLANDI Á 18. ÖLD
133
vill „hið erlenda vefnaðarmál verið íslenskað í fyrsta skipti,“ og telur
með réttu eftirtektarvert að í lýsingu Hannesar komi fram „íslensk eða
íslenskuð nöfn“ á öllum hlutum vefstóls ásamt fylgihlutum.20 Að vísu
nefnir Hannes vefnaðartækið sjálft vefstað eins og yfirleitt mun hafa verið
gert á 18. öld, en orðið vefstóll hafði þó þegar árið 1754 komið á prent í
ritgerð eftir Skúla Magnússon.21 Þá má benda á að ófá nöfn tilsvarandi
hluta í vefstaðnum eða lilnta, sem í vefstóli gegndu tilsvarandi hlutverki
og þar, voru tekin upp óbreytt, svo sem rifur, haus, haldvinda, skeið, sköft,
vefsköft og hafald (sbr. skýringar með 1. og 6. mynd).22 Þar sem hliðstæð-
ur var ekki að finna á vefstaðnum voru heiti vissulega íslenskuð, en um
mörg þeirra mætti þó eins segja að dönsku orðin hafi verið færð til ís-
lenskrar stafsetningar; má þar sem dæmi nefna orð eins og skytta (d.
skytté), slagborð (d. slagbord), pinni (d. pind), stokkur (d. stok), trissa (d. tris-
sé) og brjóstbóma (d. brystbom). Enn eru önnur heiti íslensk orð fremur
almennrar merkingar sem beint virðist hafa legið við að nota, svo sem
hjól, gróp, þverslá, krappi, fótstykki og setubekkur. En vissulega kemur
fram í þessu, eins og Sigríður bendir á, að Hannes var vandlátur á íslenskt
mál.23
Vegna breiddar vefstólsins í frásögn Hannesar - brjóstbóman er sögð
vera liðlega 3 álnir (rúmlega 170 cm24) á lengd og var því um tvíbreiðan
vefstól að ræða - veltir Sigríður einnig fyrir sér hvort „fyrstu heimil-
isvefstólar“ hér á landi hafi „e.t.v. verið tvíbreiðir,“ þ. e. hvort hægt hafi
4. tnynd. Hlið, þ. e. fram-
stuðull, afturstuðull, væng-
ur og hliðarrim (s. gavl) úr
’framstœðum’ vefstóli frá
Skáni, Svíþjóð, ekki ósvip-
að þvi sem er á vefstóli
þcitn sem Hannes Finnsson
lýsir, samkvœmt tillögu-
teikningu Sigríðar Hall-
dórsdóttur (Í994), bls. 45.
1 Helsingborgs museum
nr. 940-56, sbr. Gertrud
Grenander Nyberg (Í975),
bls. 83-84, 59. mynd, og
bls. 34Í, 87. tilvitnun.
Ljósmynd: Helsingborgs
museum.