Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 137
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR
MENNINGARLANDSLAGIÐ
REYKJAVÍK OG BÚSETULANDSLAGIÐ
LAUGARNES
Stóran hluta af menningarsögu okkar má íinna í mannvistarleifum og ör-
nefnum. Byggð hefur verið í Reykjavík frá því land var numið og eru
skráðar fornleifar í Reykjavík hátt á annað hundrað. Vitað er um mun
fleiri minjastaði og má þar sérstaklega nefna eyjarnar í Kollafirði.Tvisvar
hefur verið gerð fornleifaskrá yfir minjar borgarinnar og síðast 1994-
1995.' Um þessar mundir er unnið að annarri endurskoðun skrárinnar.
Fornleifaskrá Reykjavíkur hefur legið til grundvallar minjavörslu höfuð-
borgarinnar og í nýútkomnu Aðalskipulagi Reykjavíkur er sérstök
áhersla lögð á varðveislu menningarminja í Reykjavík, húsa og fornleifa.2
Með Aðalskipulaginu fylgja tvö þemahefti sem undirstrika þá stefnu.
Annars vegar er þemahefti um húsvernd i Reykjavík og hins vegar
þemahefti um náttúru- og menningarminjar.3 Þar er að finna skrá yfir öll
hús með varðveislugildi og skráðar fornleifar og söguslóðir Reykjavíkur.
Þau svæði sem talin eru hafa sérstöðu eru: Kvosin, Skildinganes, Öskju-
hlíð, eyjar á Kollafirði, Elliðaárdalur, Eiði, Keldur, Grafarholt, Rauðavatn,
Reynisvatn, Þingnes og Laugarnesið.
Umræddar skrár eru afar mikilvægt tæki minjavörslunnar í Reykjavík
og marka því kaflaskil í starfi Arbæjarsafns á því sviði. Um er að ræða
náið samstarfsverkefni Arbæjarsafns og skipulagsyfirvalda Reykjavíkur og
byggir það á rannsóknar- og skráningarvinnu safnsins síðustu áratugi. Ber
að fagna því að vilji skipulags og minjavörslu fari saman um mikilvæga
þætti er lúta að varðveislu menningararfsins. Stefnan í nfinjavörslunni í
Reykjavík er því nokkuð skýr. Til þess að skrárnar verði aðgengilegri
fyrir almenning og sérfræðinga er stefnt að því að setja þær inn á heima-
síður Arbæjarsafns á þessu ári.