Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 139
MENNINGARLANDSLAGIÐ REYKJAVIK
143
Laugarnesið í Reykjavík
Laugarnes sem hér er átt við, er sjálf táin þar sem bærinn Laugarnes stóð
fyrrum og listasafn Sigurjóns Olafssonar stendur nú. Afmarkast þetta
svæði af tollvörugeymslum við Héðinsgötu í vestri, og Sæbraut í suðri og
hafinu, Kollafirðinum. Strandlengjan með nánasta umhverfi á þessu svæði
er sú eina í borgarlandinu og á Seltjarnarnesinu hinu forna, norðanmeg-
in, sem enn er ósnortin og upprunaleg. Er Laugarnesið á náttúruminja-
skrá og strandlengjan friðlýst. Gróðurfar, sérlega umhverfis mýrina hjá
Norðurkoti, og á holtinu norðaustan við hana, er með því fjölbreyttasta
sem til er innan borgarmarkanna.8 Utsýni frá Laugarnesinu er fagurt og
fuglalíf fjölbrcytt og því möguleikar á áhugaverðri útivist fýrir almenning
þar sem fer saman fjölbreytt og óspillt náttúra og minjar.
Elstu öruggu heimildir ritaðar um mannavist í Laugarnesi eru í
kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti, sem talin er frá því um
1200.’ Kirkjan í Laugarnesi var lögð niður árið 1794, þegar sóknin var
sameinuð dómkirkjusókninni í Reykjavík. Rústir kirkjunnar og kirkju-
garðsins eru friðlýstar.
Gera má ráð fyrir að búskapur í Laugarnesi sé jafn gamall byggð í
landinu, eða allt að því. Bæjarhóll Laugarnesbæjarins er stór og eru varð-
veittar þar rústir langvarandi búsetu. I Jarðabók Arna Magnússonar og
PálsVídalíns frá 1703 eru þijár hjáleigur nefndar frá Laugarnesi. Eru þær
Barnhóll, Norðurkot og Suðurkot. I manntali frá sama ári eru hins vegar
fjórar hjáleigur taldar til, og eru þær; Barnhóll, Naustakot (Norðurkot), A
Fitinni (Suðurkot) og A hlaðinu. Sú síðast talda mun hafa verið heima
við bæinn.1'1 Rústirnar eru enn greinilegar. Sama er að segja um varirnar
Norðurkotsvör (Norðurvör) og Suðurkotsvör (Suðurvör). Síðustu bæjar-
húsin voru rifin árið 1987, en eiginlegur búskapur hafði lagst af aU-
nokkru fyrr.
Til gamans má geta þess að Laugarness er getið í Njálu, en á land-
námsöld mun Ragi sonur Olafs hjalta hafa eignast Laugarnesið, en hann
mun hafa numið land fast á hæla SkaUa-Gríms. Eftir því sem Njáls saga
hermir hefur Laugarnes því orðið sjálfstæð jörð nokkrum áratugum eftir
að land byggðist. Þar segir að Þórarinn Ragabróðir, sem var lögsögumað-
ur eftir Hrafn Hængsson, hafi búið í Laugarnesi. Þórarinn fór með lög-
sögu 950-969. Mágkona Þórarins, HaUgerður Höskuldsdóttir, betur
þekkt undir viðurnefninu langbrók, er sögð hafa búið í Laugarnesi og
þaðan lagt upp í ferð til Þingvalla þar sem hún er sögð hafa hitt fyrir
Gunnar á Hlíðarenda.11 Munnmæli herma að hún hafi flust aftur í Laug-
arnes eftir víg Gunnars og borið þar beinin, sbr. örnefnið HaUgerðarleiði.