Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 141
MENNINGARLANDSLAGIÐ REYKJAVÍK
145
Legstaður hennar er talinn hafa verið í hinum friðlýsta Laugarneskirkju-
garði eða utan hans við gatnamót Laugarnesvegar og Kleppsvegar. Þegar
unnið var að gatnagerð á þessu svæði var hóllinn fjarlægður og kom þá í
ljós að hann var leifar rauðablásturs.12.
A Laugarnesi eru þó ekki eingöngu varðveittar minjar búskapar. Árið
1787 er Hannes biskup Finnson talinn eigandi Laugarness og að honum
látnum giftist ekkja hans séra Steingrími Jónssyni, er síðar varð biskup.
Við það eignaðist hann Laugarnes. Árið 1824 fékk Steingrímur því fram-
gengt að veitt var álitleg fjárhæð til að byggja embættisbústað handa
honum. Voru til þess fengnir danskir iðnaðarmenn, sem fengu öl eftir
þörfum og pela af brennivíni á dag til að ljúka verkinu. Húsið var hið
veglegasta að útliti, en þó sagt bæði illa byggt og lekt. Laugarnesstofa var
svipuð Viðeyjarstofu að útliti, en minni og með stórum kvisti á framhlið.
Arið 1838 keypti konungur Laugarnes af biskupi og var tilgangurinn
m.a. að hafa þar biskupssetur til frambúðar. En næsti biskup á staðnum,
Helgi Thordersen, kvartaði undan staðnum og benti á að farartálmar á
leið hans til Reykjavíkur væru slíkir, að ekki væri forsvaranlegt að búa á
staðnum. Fluttist hann á brott árið 1856 og lauk þá sögu biskupa í Laug-
arnesi. Stofan stóð þó eftir, en var auðveld bráð eyðingaraflanna og var
stuttu síðar „herfileg að sjá, flestir gluggar brottnir, og ótérlegt inn að
líta.“13 Síðasta hlutverk Stofunnar var hlutverk sjúkrahúss, en 1871 voru
geymdir þar nokkrir bóluveikir franskir sjómenn og báru nokkrir þeirra
beinin í Laugarnesi. Stofan var rifm þegar danskir Oddfellowar gáfu Is-
lendingum holdsveikraspítala, sem var fullbyggður árið 1898. Spítalinn
var stórt timburhús eins sjá má á gömlum ljósmyndum, sem teknar voru
frá Kirkjusandi. Líklegt má telja að spítalinn hafi verið stærsta hús lands-
ins á þeim tíma. Húsið var tvílyft með stuttum álmum til endanna. Laug-
arnesspítali stóð á flötinni austan við Listasafn Siguijóns Olafssonar og
sneri framhlið í suður (sjá kort). Starfaði spítalinn í hartnær hálfa öld.
Arið 1940 lagði breski herinn hald á spítalann. Mikið hverfi bragga reis
þar allt í kring á þeim slóðum sem listasafnið nú er. Spítalinn brann árið
1943 er hann var í notkun breska setuliðsins.14 Engin greinileg merki
sjást lengur um þessar byggingar, en fullvíst má telja að jörðin geymi síð-
ustu leifar þessa tímabils í sögu Laugarness þótt þar hafi orðið nokkurt
rask vegna braggabyggðar stríðsáranna. Sigurjón Olafsson myndhöggvari
(d. 1982) fékk til umráða einn herskála í Laugarnesi árið 1945 og setti
þar upp vinnustofu sína. Það var grunnurinn að Listasafni Sigurjóns
Olafssonar, sem stofnað var árið 1984.