Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
setulandslag með sérstakt varðveislugildi. í minjavörslu Reykjavíkur hef-
ur oft reynst flókið að standa vörð um þá heild sem þar er varðveitt. í
Laugarnesi má rekja söguna til aldamótanna 1200 og sennilega lengra
aftur. Saga Laugarnessins snertir byggðasögu landsins, kirkjusögu, sjúkra-
húsasögu, sögu Reykjavíkur og sögu hernáms á Islandi. A tánni var ekki
aðeins lögbýlið Laugarnes, þar voru einnig hjáleigur, og kotið Suðurkot
urn tíma og þar var kotið Norðurkot, sennilega bæði stærra í sniðum og
með lengri búsetu. Auk býlanna var kirkja og kirkjugarður í Laugarnesi
um aldir og á síðustu öld risu þar biskupssetur og spítali. Minjar þessara
mannvirkja eru varðveittar enn. Á nesinu er fjölbreytt náttúra, bæði dýra
og gróðurs, og þar er ein af fáum ósnertum fjörum Reykjavíkur. Bæði
fjaran og bæjarhóll Laugarness eru friðuð. Sérstakt náttúrufar og fagurt
útsýni tilheyrir hinu forna sögubóli Laugarness. Hjáleigurústirnar, Norð-
ur- og Suðurkotsvör, túnið með beðasléttunum og fjaran eru mikilvægir
hlutar eins elsta bæjarstæðis á Islandi, rétt eins og hinar friðlýstu minjar
bæjarhólsins og kirkjugarðsins. Þessi atriði eru öll hluti af samspili, sem
gerir Laugarnesið að heilsteyptu menningarlandslagi. Ometanlegt er að
slíkar heildir varðveitist innan höfuðborgar og því mikilvægt að ásjóna
Laugarness raskist ekki. Er það mat undirritaðrar að stuðla beri að varð-
veislu Laugarness, sem heilsteypts búsetulandslags vegna ómetanlegs sam-
spils náttúru og sögulegra minja. Laugarnesið hefur sérstöðu í menning-
arsögu Reykjavíkur. Því ber að varðveita það í núverandi mynd, sem
næst ósnortið þótt snyrta þurfi svæði og bæta merkingar. Er það minja-
vörslu svæðisins til framdráttar að gera svæðið að aðgengilegu útivistar-
svæði fyrir almenning þar sem minjar ekki síður en náttúra gefa svæðinu
gildi. Það eykur virðingu og áhuga fólks á gildi slíkra svæða. Þannig yrði
Laugarnestáin gerð að útivistarsvæði fyrir almenning, þar sem minjarnar í
samspili við náttúru og útsýni fengju notið sín.
TILVÍSANIR
1 Bjarni F. Einarsson: Fonúeifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Arbœjarsafns XLVI. Reykjavík
1995.
2 Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016. Borgarskipulag Reykjavíkur. Reykjavík 1997.
3 Húsvernd I Reykjavík og Umhvefi og útivist. Þemahefti með ARl996-2016 (handrit).
4 http://www.reykjavik.is/vefur/owa/disp.birta?pk=305
5 Sænska: kulturlandskap, enska: culture landscape.
6 Ráðstefna unt búsetulandslag í Norræna húsinu 19.-21. september 1997.
7 Sveinbjörn Rafnsson: „Um íslenska byggðasögu". Frœndafundur 2. Torshavn 1997.
8 Margrét Hallgrímsdóttir: „Fornminjar og menningarlandssvæði.“ Arkitektúr og skipulag
1991, bls.39.
9 Islenskt fornbréfasafn. XII, bls.9.