Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Qupperneq 147
ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR
ÞORÐUR I SKOGUM
OG KIRKJAN HANS.
Pistill Jluttur á málþingi um söfn og þjóðfræði, sem lialdið var í Skógum undir Eyjafjöllutn 4. tnaí
1996 og tengt var 75 ára aftnæli ÞórðarTómassonar safnstjóra.
Munir segja sögu og sama máli gegnir unr hús og kirkjur. Sunrar kirkjur
standa hátimbraðar um aldir og fylgjast með öllu í kringunr sig, aðrar
hreiðra unr sig af hógværð í dalverpunr og eru samt griðastaður trúar og
skipulegs samfélags. Sumar fjúka eða brenna, aðrar grotna niður, fúna eða
veðrast í aldanna rás, en oft rísa þær upp aftur í einhverri mynd.
Einhvern tíma var sagt, að ef gengið væri á fjallið Pétursey í Mýrdal,
sæist þaðan til sjö kirkna. Eitt sinn var kirkja á Dyrhólum og bænhús á
Felli; nú er sóknarkirkjan á Skeiðflöt. Kirkja var á Sólheimum frá önd-
verðu fram að aldamótunum síðustu, nú er þar aftur risið bænhús eða
kapella í bændaeign. Kirkja var í Holti undir Eyjafjöllum, nú er hún á
Ásólfsskála. Löngum var kirkja í Hólum, eða Eyvindarhólum, og er enn. I
Reynishverfi er enn kirkjan á Reyni. Kirkja var lengst af á Höfðabrekku,
en nú er sóknarkirkjan íVík. Og loks var kirkja í Steinum og einnig í
Skógum fram undir aldamótin síðustu, en nú eru þar aðeins gamlir
kirkjugarðar er minna á liðna tíð.
I endurminningum Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli, sem Þórður
Tómasson bjó til prentunar fyrir nokkrum árum, er kafli sem ber heitið
Höfuðprýði forma höfuðbóla. Þar rekur Eyjólfur örlög fjögurra kirkna í
Mýrdalnum um síðustu aldamót, Sólheimakirkju, Dyrhólakirkju, Reynis-
kirkju og Höfðabrekkukirkju, - allar voru þær bændaeign. Eyjólfur kemst
að þeirri niðurstöðu að haldist hafi í hendur reisn staða og kirkna.Vitað
er um kirkju á Dyrhólum frá fyrstu tíð. Og fýrir kristnitökuna er getið
um staðinn í tengslum við helgihald. Hann er nefndur í Kristnisögu þeg-
ar Þangbrandur er sagður hafa skírt þar fólk þegar árið 998. Um Dyr-
hólakirkju, sem varð síðan höfuðprýði hverfisins um aldir, segir Eyjólfur,