Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 150
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í. mynd. Kirkjan í Skógum, vígð Í4.júní Í998. Ljósm. Þóra Kristjánsdóttir.
Altaristafla var hinsvegar engin til í Skógasafni. En varðveist hefur
merkileg tafla úr Holtskirkju sem nú sómir sér vel í kirkju Þórðar. Holts-
kirkja fauk árið 1888, og var ekki endurbyggð, heldur ný reist að Asólfs-
skála. Prestakallið er þó enn kennt við Holt, þar situr presturinn, séra
Hafldór Gunnarsson, og þjónar Eyvindarhólasókn, Asólfsskálasókn og
Stóra-Dalssókn. Altaristaflan úr Holtskirkju var fyrst sett yfir altarið í
hinni nýsmíðuðu Asólfsskálakirkju, en þegar ný steinsteypt kirkja var
reist þar á staðnum á árunum 1951-1955 var gömlu töflunni komið fyrir
á kirkjuloftinu. Hún hefur nú verið afhent Skógasafni og sómir sér vel
yfir altarinu í nýju kirkjunni. Þetta er vængjatafla frá miðri 18. öld, senni-
lega útlend. Þórður Tómasson hefur sagt frá því að þessi tafla hafi aðeins
verið höfð opin þrisvar sinnum á ári í Holtskirkju, við messu á jólum,
páskum og hvítasunnu. Þá munu hafa verið myndir utan á vængjunum,
sem söfnuðurinn varð að láta sér nægja að skoða utan stórhátíða. Taflan
hefur orðið fyrir hnjaski þegar kirkjan fauk árið 1888, og hefur þá um-
gjörðin verið máluð, þegar töflunni var komið fyrir í kirkjunni á Asólfs-
skála. I ráði er að gera við töfluna og freista þess að leysa af málninguna
sem hylur myndirnar utan á vængjunum. Þá verður hægt að taka upp
hinn forna sið og hafa töfluna lokaða, nema við hátíðlegustu tækifæri.
Innan á vinstri væng töflunnar er krossfestingin, og upprisan á hægri, en
á miðtöflunni er mynd af Kristi og lærisveinunum við hina heilögu
kvöldmáltíð. Ritningargreinar á íslensku eru málaðar undir myndunum,
og einnig áletrun, sem segir að séra Sigurður Jónsson hafi gefið töfluna í