Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 153
ÞORÐUR I SKOGUM OG KIRKJAN HANS.
157
Enn gerist það að fornir munir korna í leitirnar og vekja okkur til
umhugsunar urn fyrri tíð og samhengið í tilverunni. Einn slíkan langar
mig til að gera að umtalsefni hér. Það er lítill blýkross, sem Þjóðminja-
safninu barst á dögunum. Þar sem sá gripur er af sömu slóðum og þeir
kirkjugripir, sem hér hafa verið til umfjöllunar, er rétt að geta hans hér.
Þannig er mál með vexti, að árið 1949 eða 50 fundu tveir synir Arna Kr.
Arnasonar, bónda í Skál á Síðu, lítið krossmark. Það fannst í rofi vestan
við bæjarlækinn, en austan við lækinn heitir þar Gluggavöllur, og er það
örnefni sagt tilkomið af því að gluggar kirkjunnar í Skál vissu fram á
völlinn. Skálarkirkja var Nikulásarkirkja, eins og Skógakirkja, en hún fór
undir hraun í Skaftáreldum 1783 og var ekki byggð upp aftur. Krossinn
fannst því skammt frá þeirn stað er kirkjan forðurn stóð. Krossinn er ör-
lítill, aðeins 5 cm á hæð. A honum er róða með rómönsku lagi.
I Þjóðminjasafninu eru fyrir tveir blýkrossar, ekki óáþekkir við fyrstu
sýn, en minni, og ekki heilir. Þeir komu í safnið fýrir rúmum 60 árum,
annar fannst í jörðu í Borgarfirði, en hinn við Keldur á Rangárvöllum.
Þeir eru báðir með lykkju eða festingu, sem sýnir að þeir hafa verið festir
í klæði eða bornir um háls. Matthías Þórðarson skráði krossana í safnið á
sínum tíma og telur hinn fyrri vera verndargrip einhvers Borgfirðings, til
dæmis úr suðurgöngu, varla yngri en frá 13. öld, og líku máli gegni um
Keldnakrossinn litla, sem þó mun vera yngri.
Krossinn frá Skál virðist jafngamall borgfirska krossinum, eða eldri,
hann gæti verið frá upphafi kristni í landinu. Hann ber þess merki að
hafa legið lengi í jörðu. Greini-
lega má þó sjá Krist á krossinum,
hann stendur teinréttur og hand-
leggirnir beinir með útspennta
fingur.
Þannig eru enn að koma í leit-
irnar munir og minjar senr segja
sögu, líkt og gripirnir í kirkjunni
hans Þórðar, - kirkjunni sem reist
hefur verið suðaustur af gömlu
ljósbaðstofunm frá Skál. Sögu,
sem í senn er gömul og ný, eins
og kirkjan í Skógum.
4. inynd. Litli krossinn frá Skál. Ljósni.
Þóra Kristjánsdóttir.