Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 157
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
161
Á árinu komu út tvö rit í ritröð Þjóðminjasafnsins og Fornleifafélags-
ins, Guðmundar Olafssonar um Friðlýstar fornleifar í Borgatfjarðarsýslu, og
Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um Leirker á Islandi, hið síðarnefnda með
íslenzkum og enskum texta.
21. marz átti þjóðminjavörður fund með Minjanefnd Vegagerðarinnar
um skráningu og varðveizlu samgönguminja, vega, brúa, tækja auk heim-
ilda, en Vegagerðin hefur á undanförnum árum látið vinna talsvert að
varðveizlumálum.
12. apríl var málþing í Viðeyjarstofu er aðalritari UNESCO, Frederico
Mayor, var hér í boði menntamálaráðherra í tilefni þess að Island hafði
fullgilt samning um varðveizlu menningarminja. Sóttu margir starfsmenn
safnsins málþingið.
31. maí heimsótti Elisabeth Gehrer menntamálaráðherra Austurríkis
safnið í opinberri heimsókn sinni hingað til lands.
9. ágúst flutti Jan Ruby erindi í safninu um ljósmyndir aflátnum.
13. ágúst. hélt Arne Espelund erindi fyrir starfsmenn safnins og aðra
áhugamenn um járnvinnslu í Noregi.
12. sept. flutti þjóðminjavörður erindi um silfursmíði í tengslum við
silfursýninguna í Bogasal. Einnig var boðin silfurgreining, sem margir
hagnýttu sér og komu með gripi til skoðunar.
Hér má nefna, að Snorri Örn Snorrason og fleiri héldu tónleika í
safninu 20. október og Musica Antiqua 3. nóvember. Safnið gekk til sam-
starfs við hóp tónlistarmanna sem sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá fyrri
tíð. Efnt var til tónleika sem voru haldnir í safninu, 20. okt. og 3. nóv.
Á Nikulásarmessu, 6. desember, kveikti Vilborg Dagbjartsdóttir rithöf-
undur á jólatré safnsins. 12. -24. des. sóttu gömlu íslenzku jólasveinarnir
safnið heirn eins og undanfarin ár. Átti safnið gott samstarf við Mögu-
leikhúsið um það undir forystu Péturs Eggerz, en Guðni Franzson tón-
listarmaður annaðist undirleik og leiddi söng. Allmargir barnakórar og
nokkrir aðrir tónlistahópar áttu þátt í að taka á móti jólasveinunum.
Þórgunnur Snædal rúnafræðingur í Stokkhólmi dvaldist í safninu um
tíma og rannsakaði rúnaáletranir á hlutum, einnig fór hún á staði þar sem
rúnasteina eða rúnaáletranir er að finna og kannaði þær.
Haldið var áfram tölvutengingu og tölvuvæðingu safnsins. Hefur það í
því máli notið leiðbeininga og ráðlegginga Douglas Brotchie við Há-
skóla Islands.
Safnið tók þátt í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar um rekstur
safnarútu er ók milli ákveðinna safna með vissu millibili alla daga vik-
unnar frá miðjum júlí og fram í ágúst.