Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Qupperneq 161
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
165
Birni Árnasyni gullsmið, gef. Regína Hallgrímsdóttir; silfurskeið smíðuð
af Jóni Jónssyni gullsmið í Kaupmannahöfn 1780, gef. Margrét og Krist-
ján Flygenring; tvö vínglös gerð 1842 í tilefni brúðkaups Krisjáns kon-
ungs IX og Louise drottningar, gef. Grethe Bendtsen, manntafl úr eigu
Finns Jónssonar biskups, gef. Eiríkur Gíslason Stað í Hrútafirði og erf-
ingjar Magnúsar bróður hans, þrír liöklar og rykkilín frá Gaulveijabæjar-
kirkju, útskorið drykkjarhorn frá miðri 16. öld er félagið Minjar og saga
keypti á uppboði í Danmörku og gaf safninu, vatnslitamynd af Geysi og
hverasvæðinu í Haukadal frá 19. öld, safnið keypti á sama uppboði, stóll
úr eigu Gríms Thomsens, gef. Þóra Sigurðardóttir, Arnarvatni; tvær Jjalir
úr minningartöjlu um sr. Vigfús Björnsson, frá Garðskirkju í Kelduhverfi,
útskorinn kistill, gef. Anna Þórhallsdóttir söngkona.
Gerð er sérstök grein fyrir helztu aðföngum myndadeildar í umfjöllun
um hana.
Prentuð rit starfsmanna safnsins.
Guðmundur Olafsson: Friðlýstarfornleifar í Borgafjarðarsýslu. Reykjavík
1996.
Hallgerður Gísladóttir: Um þorramat. Heima er bezt,júní 1996.
Sama: Gömul matreiðslurit. Sama rit, marz 1996.
Sama: Fyrstu íslensku matreiðslubœkurnar. Sama rit, júní 1996.
Sama: Um sláturmat. Sama rit, sept. 1996.
Inga Lára Baldvinsdóttir: Myndadeild Þjóðminjasafns íslands 1991-
1995. Stöðumat ogframtíðarverkefni (fjölrit).
Sama: Iþaka - þrjú brot úr sögu bókasafns. Skólablað Menntaskólans í
Reykjavík, 150 ára afinælisrit, 1996.
Sarna: Gerum Ijósmyndasöguna sýnilegri. Að lýsa flöt. Sýningarskrá Ljós-
myndarafélags Islands.
Þór Magnússon: Silfur á íslandi. Silfur í Þjóðminjasafni (sýningarskrá),
bls.7-31.
Sami: Gullsmiðatal. Islenzkirgullsmiðir og gripir þeira sem skráðir eru í söfnum
og kirkjum. Sama rit, bls. 39-69.
Myndadeild.
Inga Lára Baldvinsdóttir var endurráðin deildarstjóri frá ársbyijun til
fimrn ára. Hún tók saman ítarlega greinargerð um myndadeildina 1991-
1995 (sjá ritaskrá).
Mikil vinna starfsmanna fór í þjónustu við viðskiptavini, og voru
sendir 220 reikningar frá deildinni vegna ljósmynda á árinu.
Halldór J. Jónsson starfaði sem áður í hlutastarfi, lauk hann skráningu