Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 165
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
169
Settar voru hillur í geymslu á jarðhæð svo sem fyrr segir, og hluta
bókasafnsins komið fyrir þar til bráðabirgða. Er bókasafnið nú í reynd í
þremur stöðum í húsinu.
Skráð voru 486 útlán bóka til starfsmanna, en mikill fjöldi rita er að
sjálfsögðu sífellt í notkun sem handbækur. Lán til annarra safna voru 29
og fengin voru 69 rit þannig að láni.
Bókavörður skráði sem fyrr íslenzk rit með þjóðfræðum í IVB,
Internationale Volkskundliche Bibliographie. Þá sá hann ásamt öðrum
um 4. tbl. samtakanna ARLIS/Norden INFO, þar sem gerð voru skil
bókasöfnum íslenzkra listbókasafna.
Þjóðháttadeild.
Skráð aðföng voru 587 á árinu. Sendar voru þijár spurningaskrár, nr. 89
um náttúruhainfarir, nr. 90 urn vegagerð og nr. 91 um prjónaskap.Voru kom-
in 223 svör við þeim um áramót. Að auki voru sendar aukaspurningar
um vestwfara vegna undirbúnings Vesturfaraseturs á Hofsósi, og um tertur.
Komu alls 90 svör við þeint báðum.
Hallgerður Gísladóttir deildarstjóri dvaldist um vikutíma í Skagafirði
og kynnti starfsemi þjóðháttadeildar og tók 19 viðtöl við aldraða Skag-
firðinga, þar af á 15 hljóðsnældur, og fjölda mynda. Einkum er efnið um
mat og matargerð, eldhús og eldhúsáhöld og geymslu matvæla.
Hallgerður ritaði einnig reglulega þætti í tímaritið Heima er bezt, um
mat og matargerð fyrrum.
Ilmur Arnadóttir vann í hálfu starfi í fjóra mánuði og Eygló Gunnars-
dóttir í fimm mánuði við tölvuritun, uppskriftir af segulböndum og af-
greiðslu ýmiss konar. Styrkti atvinnutryggingasjóður þessi verk. Þá veitti
Vegagerð ríkisins styrk vegna heimildaöflunar um vegavinnu.
Fornleifadeild.
Guðmundur Olafsson deildarstjóri tók þátt í rannsóknunum á bænum
„undir sandi“ á Grænlandi eins og undanfarin sumur, og er þeim rann-
sóknunr nú lokið. Hafa þær veitt margvíslega vitneskju um líf norrænna
manna á Grænlandi á miðöldum.
A Bessastöðunr var grafið frá 2. maí til 31. ágúst og sá Sigurður Berg-
steinsson fornleifafræðingur um rannsóknina og voru m.a. danskir og
enskir fornleifafræðingar þar til aðstoðar.Var rannsakað svæði umhverfis
nýja forsetabústaðinn. Ekki varð af viðgerð móttökusalar né bókasafns
sem ráðgert hafði verið og því ekki rannsakað þar.Var grafið uni 1300