Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 166
170
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
ferm. svæði og komu í ljós steinlagt gólf frá 17. -18. öld, smiðja frá því
eftir 1500, stétt frá 15. öld, sennilegast fjós frá 12. -13. öld og lítill skáli frá
víkingaöld með langeldi. Af fundum má nefna norskan silfurpening sleg-
inn á árunum 1080-1095.
Ragnheiður Traustadóttir rannsakaði áfram fornbæjarleifar á Hofstöð-
um í Garðabæ, einnig kuml hjá Hraukbæ í Eyjafirði og kannaði enn
fremur staðhætti á Mosfelli syðra vegna nýs kirkjugarðs.
Tilkynnt var um mannabeinafund hjá bænum Laxárdal í Þistilfirði, þar
mun hafa verið kirkjugarður.
Guðmundur Olafsson rannsakaði beinafund í fornum kirkjugarði á
Hæli í Flókadal.
A Breiðabólstað íVesturhópi komu upp einkennilegir tilhöggnir stein-
ar er grafið var fyrir girðingu um kirkjugarðinn og snerti gamla garðinn.
Voru þetta rauðleitir sand- eða molabergssteinar með gróft höggnum
strikum. Könnuðu Guðnrundur Ólafsson og Hjörleifur Stefansson stað-
inn og virðast steinarnir helzt geta verið úr undirstöðu, sökkli, að stein-
húsi. Kemur þá í hugann frásögnin af Illuga presti á 12. öld er drukknaði
er hann sótti steinlím til kirkju þeirrar er hann hugðist byggja að Breiða-
bólstað. Má vera að í reynd væri kirkjusnríðin hafin, en menn töldu sig
finna merki um kalksteypu á steinunum. Má hér geta að sú sögn gekk
þar nyrðra að Ulugi hefði drukknað í Vesturhópsvatni er hann var að
flytja kalk til kirkjunnar, en óvíst er hve gömul sú sögn er. Kalk gæti hafa
verið unnið hér úr skeljum, eins og talið er að gert hafi verið í nálægum
löndum.
Dr. Bjarni Einarsson var ráðinn af Þjóðminjaráði til að hanna skrán-
ingarkerfi og til undirbúnings fornleifaskrár. Hann skráði fornleifar yzt á
Snæfellsnesi fyrir Undirbúningsnefnd þjóðgarðs undir Jökli.
Ragnar Edvardsson fornleifafr. skráði fornleifar á vegum deildarinnar
vegna nýs byggðarkjarna að Holti í Önundarfirði, svo og vegna snjó-
flóðavarna á Flateyri.
Ragnheiður Traustadóttir og Birna Gunnarsdóttir fornleifafræðingur
skráðu fornleifar í landi Ass og Grísaness við Hafnarfjörð vegna sam-
keppni um skipulag.
Kristinn Magnússon deildarstjóri kannaði fornleifar hjá Bringum í
Mosfellssveit vegna lagnar háspennulínu.
Guðmundur Ólafsson og Sigurður Bergsteinsson könnuðu fornleifar
hjá Sandvík á Reykjanesi vegna fyrirhugaðrar magnesíumverksmiðju.
Voru birtar skýrslur um þessar kannanir og athuganir í skýrsluröð
fornleifadeildar.