Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 167
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
171
Margs konar könnunar- og skoðunarferðir aðrar voru farnar urn land-
ið, einkunr til könnunar fornrústa. Skal helzt nefnt að þjóðminjavörður
fór ásamt Guðmundi Olafssyni 24. maí að Eystri-Sólheimum í Mýrdal til
að kanna fornar seljarústir hjá Gjögrum, vegna sumarbústaðabygginga
þar, og 29. marz fór þjóðminjavörður að Herdísarvík ásarnt mönnum frá
Háskólanum, sem jörðina á, til að leggja á ráð um að ýta upp grandanum
framan við tjörnina undan bænum. Sjórinn hefur brotið hann mjög og
gengur á land í stórviðrum og eru friðlýstar minjar þar heima við í hættu
verði ekki að gert.
Húsasafnið.
Fyrr er getið að Guðmundur L. Hafsteinsson sagði starfi sínu lausu frá 1.
okt. Hann tók þó að sér að fullvinna teikningar að húsunum á Sauðanesi
ogTeigarhorni.
A fjárlögum voru veittar 25 millj. kr. til húsasafnsins, en af því fé voru
tæpar 5 millj. kr. geymdar til 1997.TÍ1 verkefna voru ráðnir 6 fastir starfs-
rnenn yfir sumarið við görnlu bæina. Þá var keypt verulegt magn af sér-
unnum rekaviði til viðgerðar. Hafin var samvinna við Skipulagsnefnd
kirkjugarða um skipulag og frágang á kirkjustöðum þar sem eru hús í
eigu eða umsjá safnsins. Hafnar voru framkvæmdir á Grenjaðarstað og
undirbúningur hafinn að skipulagi Laufáss, Sauðaness og Krýsuvíkur.
Helztu verk við húsasafnið voru þessi:
Á Stað á Reykjanesi var lokið viðgerð kirkjunnar sem hófst 1993. Var
gert við undirstöður, þak- og veggklæðningu og málning hreinsuð utan
af kirkjunni, en ekki tókst þó að mála hana utan eins og stefnt hafði ver-
ið að.
Lokið var viðgerð Kirkjuhvammskirkju að utan. Undirstöður voru end-
urhlaðnar að austan og vestan, gert var við aurstokk og stoðir á vestur-
stafni og suðurhlið vegna fúa. Gert var við umfangsmiklar skemmdir í
þakklæðningu og þaksperrum og turninn endursmíðaður að miklu leyti
sökum fúa. Sett var nýtt slétt járn á þakfleti turnsins en lóðréttir fletir
klæddir með listaþili eins og verið hefur í upphafi, en síðast var þar slétt
járn. Skipta varð um upphaflegan þakpappa, sem þakið var eingöngu
klætt með í upphafi. Gamla þakjárnið var endurnýtt nema fremst, niður
frá turni. Þar varð að setja nýtt. Gert var við glugga á vesturstafni og suð-
urhlið og einnig við hurð og dyraumbúnað. Sóknarnefnd Hvammstanga-
kirkju styrkti framkvæmdir.
Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki annaðist viðgerðir en Bragi Skúlason
var yfirsmiður á staðnum.