Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 168
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á Sjávarborgarkirkju var tjara hreinsuð af gluggum og hurð og síðan
máluð að nýju.
I Glaumbæ var kampur milli bæjardyra og Bláu stofu endurhlaðinn að
hluta, en ekki voru frekari viðgerðir þar.
Á Stóru-Okrum var borin viðarolía á stafna og gluggar málaðir með ol-
íumálningu.
Stafnar Nýja-bœjar á Hólum í Hjaltadal voru tjargaðir með hrátjöru og
vindskeiðar málaðar með olíumálningu. Gaflhlað á Norðurstofu var end-
urnýjað og þykkt um 30 sm þar sem það snaraðist á hveiju ári.
Þil og sáluhlið Grafarkirkju á Höfðaströnd voru tjörguð.Jarðsett var þar í
kirkj ugarðinum.
Á Hólum í Eyjafirði var veggur milfi stofu og bæjardyra endurhlaðinn.
Þakjárn var tekið af sundi miUi bæjardyra og skála, veggur hækkaður og
dúkur settur í sundið. Þá var dúkur settur á vegg sunnan skála og í sundið
milli búrs og skála, skálinn síðan tyrfður.
I Laufási voru þekjur lagaðar, einkum á Dúnhúsi að norðan.
Alla hleðsluvinnu í Skagafirði og Eyjafirði vann Helgi Sigurðsson á
Stóru-Okrum.
Á Þverá í Laxárdal var haldið áfram endurbyggingu fjárhúsa. Lokið var
við nyrðra húsið og það síðan þakið.Var þar stuðzt við frágang á syðra
húsinu, þar sem þekjan var enn uppi að hluta. Hafin var viðgerð á hlöðu-
vegg, suðurendi hlaðinn og ýmislegt annað lagfært. - Áskefl Jónasson,
Bergsteinn Gunnarsson og Haraldur Karlsson unnu verkið.
Á Grenjaðarstað var lokið viðgerð á búri. Vesturveggur var endurhlað-
inn, þiljur settar upp að nýju og smíðaðar grindur undir ámur. Veggur
sunnan bæjarganga var endurhlaðinn og lækkaður um eina steinaröð, því
að vatn vill safnast þar fýrir og leita inn í bæinn. -Verkið unnu þeir Berg-
steinn Gunnarsson og Haraldur Karlsson. Síðan málaði Sigurður Olafsson
á Sandi bæinn að utan.
Umhverfis bæinn var mikið lagfært, gert bílastæði íýrir prestsetrið en
bílastæðið sunnan við ganfla bæinn lagt af, lágur veggur hlaðinn meðfram
vegslóðanum að nýja kirkjugarðinum og hellulagður stígur lagður frá
prestsetri að kirkju. Harðbali var gerður sunnan vegslóðans sem viðbótar-
bílastæði við fjölmennar athafnir, og hlaðið afmarkað með hlaðinni
steinaröð. - Þjóðminjasafnið tók þátt í þessum aðgerðum ásamt sóknar-
nefnd, prestssetrasjóði og Safnahúsinu á Húsavík.
Unnið var að lokafrágangi veggja hússins á Sauðanesi á Langanesi og
skorsteinn hlaðinn upp úr þaki. Að innan var dregið á veggi, kjallari
múraður og útveggir í herbergi í suðausturhorni á 1. hæðinni, milliveggir