Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 169
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
173
í kjallara og á hæð teknir niður. Raflögn var hönnuð, rafmagn lagt að
húsinu og rafmagnsofnar tengdir til bráðabirgða til að halda þurru. -
Múrverk annaðist Aðalsteinn Maríusson en Jóhannes Jóhannsson smíða-
vinnu. Heimamenn unnu nokkuð í sjálfboðavinnu við hreinsun og girð-
ingarvinnu og Héraðsnefnd lagði fram 500 þús. kr. til viðgerða. Drög
voru lögð að skipulagi bílastæða fyrir kirkju og húsið.
Á Burstarfelli var gert við bæjardyr, þekjan tekin ofan og kampur milli
bæjardyra og suðurstofu endurhlaðinn. Skeytt var á stafi og skipt um aur-
stokk, gólfborð tekin upp og gert við gólfbita. Unninn var nýr panell á
suðurvegg eftir þeim gamla sem ónýtur var af fúa. Bárujárn í sundum var
endurnýjað og dúkur settur í sundið að sunnan. Síðan voru bæjardyr
málaðar með línolíumálningu í sama lit og fyrr. I suðurstofu voru gólf-
borð tekin upp og gert við aurstokk. Herbergi á lofti var málað og sett
þar upp sýning um íbúa bæjarins. Þá var gaflhlað í ijósi endurnýjað og
gert við annan kvist á fjósi. - Torfverkið vann Hallgrímur Helgason en
Jóhannes Jónsson smíðavinnu bæjardyra.
Hafin var viðgerð bæjarins á Galtastöðum fram, gert við byrgi framan
við hlöðu og fjós, þekja tekin ofan og veggir endurhlaðnir, þar á meðal
hlöðustafn. Þakið var hækkað við baðstofugaflinn, enda hafði það verið
svo fýrir viðgerð 1977-1980. Undir torflag var settur dúkur.
Skipt var um nokkrar stafi og sperrur í sauðahúsinu í Alftaveri, settur
dúkur á sundið milli húsanna og hluti þekju endurnýjaður. -Víglundur
Kristjánsson sá urn verkið.
Á Keldum á Rangárvöllum voru smiðja og hjallur tekin ofan.
Unnið var að lokaframkvæmdum við Húsið á Eyrarbakka.
Þjóðminjavörður átti fund með hreppsnefnd Akrahrepps, safnstjóra í
Glaumbæ og fleirum á Tyrfingsstöðum á Kjálka 15. júlí um bæinn þar.
Hann er merkilegur fyrir að vera að mestu aðeins úr torfi, timburþil er
að framan. Bærinn er upphaflega byggður 1904 í þessu formi, hefur verið
í eyði nær 30 ár en síðast var gert við hann um 1960. Ákveðið var að
kanna möguleika á viðgerð sem áhugi er á, en bærinn er mjög illa kom-
inn nú.
Nesstofusafn.
Aðsókn að safninu minnkaði nokkuð frá því sem var árið áður, urðu
gestir nú aðeins 733 sem eru vonbrigði þar sem lyfjafræðisafnið var nú
opið á sama tíma og Nesstofusafn, og sameiginlegur aðgöngumiði að
báðurn söfnunum með afslætti. Safnið hefur þó verið kynnt í fjölmiðlum
og bréf um það sent öllum grunnskólum.