Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 170
174
ÁKBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Haldið var áfram að skrá eldri safngripi inn á tölvu.
Safnið lánaði ýmsa gripi á sýningar svo og ljósmyndir í bækur og á
sýningar.
Hafin var undirbúningur síðla á árinu að auglýsingu útboðs vegna nýs
safnhúss, en því er nú fýrirhugaður staður vestan Nesstofu og var bygg-
ingarreitur safnsins ekki staðfestur fyrr en um haustið. Hefur undirbúing-
ur byggingar safnhúss dregizt mjög úr hömJu.
Merkustu hlutir sem safnið fékk voru tæki, áliöld, dagbœkur og annað
sem tengist starfi Asgeirs O. Einarssonar dýralæknis.
Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur staðfesti á árinu starfsreglur fyrir minja-
nefnd sjúkrahúsanna, sem skal beita sér fyrir söfnun og varðveizlu sögu-
legra minja þeirra. Skal hún hafa náið samstarf við Nesstofusafn og leita
ráðgjafar þar.
Mii ijavörðnrA ustu rlau ds.
6. febr. 1996 ákvað Þjóðminjaráð að ganga til samninga við Samband
sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi um rekstur minjavarðarstarfs. Ráðin
var til fimm ára Guðrún Kristinsdóttir, sem hafði verið minjavörður
Safnastofnunar Austurlands.
Minjavörður átti fund með stjórn Tækniminjasafns Austurlands og var
ákveðið að endurnýja sýningar í Hafnargötu 44 á Seyðisfirði. Þóru Guð-
mundsdóttur arkitekt var falið að setja sýninguna upp. Ljóst er að bæjar-
skrifstofurnar ntunu verða í liúsinu enn um sinn og því lítið sýningar-
rýnii laust. Kom fram vilji til að beina kröftum að því að gera við
Vélsmiðju Scyðisfjarðar á þeim tíma.
A Burstarfelli var í samráði við Björgu Einarsdóttur sett upp sýningin
Uppi hjá okkur, á lofti Fremristofu í gamla bænum og er sýnt þar svefn-
herbergi síðustu hjónanna eins og það var árið 1962 er flutt var úr bæn-
urn. Eru og sýndar þar ljósmyndir af íbúum bæjarins síðustu 100 árin.
Sett var upp sýning eina helgi á lofti Gamla læknishússins á Fáskrúðs-
firði um sigliiigar franskra skútusjómanna, liður í „Frönskum dögum“ á Fá-
skrúðsfirði. Þá vann minjavörður að undirbúningi að uppsetningu safns
Ríkarðs fónssonar tnyndskera í Löngubúð á Djúpavogi og mun það verða
aðalverk hans fram á sumar 1997. Þar er einnig Minningarstofa unt Ey-
steinjónsson ráðherra.
Minjavörður sinnti ýmsum gömlum húsum eystra, svo sem gamla
bænum að Skála í Berufirði sem mældur verður upp og ljósntyndaður,
bæ í Tunghaga á Völlum, timburhúsi i Jórvík í Breiðdal, gamla kaupfé-
lagshúsinu á Breiðdalsvík, sem stofnaður var félagsskapur um og áformað