Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 171
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
175
er að gera við, Bakkagerðiskirkju sem viðgerð var hafin á, og Gistihúsinu
á Egilsstöðum, sem áform eru um að gera við.
Minjavörður gerði umhverfismat á Kolbeinstanga íVopnafiði og öðr-
um stöðum í hreppnum vegna sorpurðunar, svo og í Skeggjastaðahreppi,
í Tunguhreppi og á Eyvindará, og vann það svipað og um fornleifaskrán-
ingu væri að ræða.
Þá kannaði hann fornleifar í Skógargerði í Fellahreppi, á Stóra-Sand-
felli í Skriðdal og á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, rannsakaði að auki
fornkuml í landi Hrólfsstaða á Jökuldal. Það reyndist karlmannskuml og í
skreyttur kambur og hnífur auk beina mannsins.
Minjavörður lagði fyrir oddvita á Fljótsdalshéraði áætlun um forn-
leifaskráningu, höfðu 10 af 11 hreppum samþykkt hana um áramót.
Skráðar voru síðan fornleifar á 10 jörðum í Hjaltastaðarþinghá og lokið
skráningu í Egilsstaðahreppi. Lögðu Skipulag ríkisins og Menningarsjóð-
ur Héraðssvæðis fé til hennar. Þá skráði hann ásamt Guðnýju Zoega,
Mjöll Snæsdóttur og Birnu Gunnarsdóttur fornleifar á Fljótsdalshéraði,
en tvær þær síðastnefndu unnu á vegum Fornleifastofnunar Islands.
Akveðið var að fornleifaskráning hæfist á haustmánuðum 1997 í bæjar-
landi Hafnar í Hornafirði og kemur í kjölfar námskeiðs í fornleifaskrán-
ingu, sem Bjarni Einarsson hélt þar eystra.
Skráningu fornleifa lauk í Neskaupstað árið 1995, voru skráðir um
500 staðir þar, sem minjavörður vinnur greinargerð um. Hann tók þátt í
starfi áhugahóps um vörður ogjjallvegi á Austurlandi sem hefur safnað upp-
lýsingum og gefið út skrá yfir gamlar vörður í fjórðungnum. Að auki
hefur minjavörður haldið skrá yfir friðlýsta staði á Austurlandi, merkt þá
og fylgzt með þeim.
Sjóminjasafn.
I safnið í Bryde-pakkhúsinu í Hafnarfirði kom á árinu 4721 gestur, nær
þriðjungi fleiri en árið áður. 2077 gestir voru innlendir en 1205 erlendir,
skólanemar ásamt kennurum 1439. Bæklingi og kynningarbréfi var dreift
víða og sent öllum grunnskólum landsins. Safnið er opið alla daga að
sumrinu en að vetrinum um helgar og eftir samkomulagi.
Sýningin Island og hafið, sem var í Hafnarhúsinu, var tekin ofan í marz
og stærstu gripunum komið í geymslu þar í húsinu. Sjálft hafði safnið
litla sýningu gripa frá Vélskóla Islands og sýningu á útvegsmyndum
Bjarna Jónssonar. Þriðju hæð hússins var lokað sem sýningarplássi og
sýningum víða nokkuð breytt.
Nokkuð er um að safninu séu boðnir bátar til varðveizlu sem ekki er