Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 173
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
177
þátttöku í norrænni bátasýningu þar 1998. Þá lánaði safnið ýmsa muni á
sýningar.
Safnauki var ekki mikill, helzt má nefna handbcekur, póstpoka og sjópoka
úr fórum Jónasar Böðvarssonar fv. skipstjóra.
Jón Allansson fv. safnvörður lauk í janúar skrá sinni um varðveitta og
varðveizluverða báta hérlendis.
Húsafriðunarnefnd og Húsafriðunarsjóður.
Rétt er að gera grein fýrir úthlutunum úr Húsafriðunarsjóði þótt Húsa-
friðunarnefnd sendi sjálf frá sér skýrslu. Þess skal getið, að stundum er
styrkur ætlaður til rannsóknar eða uppmælingar viðkomandi húss áður
en ákveðið er um eiginlegan viðgerðarstyrk.
Alls voru veittir 150 styrkir að fjárhæð 43.850.000 kr. Þar af eru
nokkrir styrkir til húsakannana í bæjum og rannsóknarverkefna, útgáfu-
styrkir og einn styrkur til viðgerðar á gömlum teikningum.
Hús sem úthlutað var til eru þessi, fjárhæðir í þúsundum króna:
Bakkastígur 1, Reykjavík, 200; Bergstaðastræti 40, Reykjavík, 200;
Bókhlöðustígur 6B, Reykjavík, 100; Bræðraborgarstígur 20, Reykjavík,
200; Bræðraborgarstígur 21, Reykjavík, 250; Dómkirkjan, Reykjavík,
300, Fischerssund 3, Reykjavík, 250; Frakkastígur 10, Reykjavík, 200;
Garðarnir við Ægisíðu, Reykjavík, 250; Garðastræti 25, Reykjavík, 200;
Grettisgata 11, Reykjavík, 150; Hringbraut 43-45-47, Reykjavík,100;
Klrkjugarðsstígur 6, Reykjavík, 150; Kirkjutorg 6, Reykjavík, 250; Lauf-
ásvegur 3, Reykjavík, 100;Laufásvegur 5, Reykjavík, 200; Laufásvegur 34,
Reykjavík, 250; Miðstræti 8B, Reykjavík, 250; Ránargata 29, Reykjavík,
200; Skólastræti 5, Reykjavík, 150; Skólavörðustígur 35, Reykjavík, 250;
Stýrimannastígur 9, Reykjavík, 200; Tjarnargata 22, Reykjavík, 250;
Tjarnargata 24, Reykjavik, 350; Tjarnargata 37, Reykjavík, 200; Vestur-
gata 3, Reykjavík, 1000; Vesturgata 26C, Reykjavík, 200; Vesturgata 39,
Reykjavík, 200; Þingholtsstræti 29, Reykjavík, 200; Geirsstaðir, Akranesi,
200; Neðri-Sýrupartur, Akranesi, 200; Hvítanes í Skilmannahreppi, 100;
Húsafell í Hálsasveit, 200; Kvíar í Þverárhlíð, 100; Pakkhús, Ólafsvík, 400;
Grundarbraut l,Jónshús, Ólafsvík, 150; Hafnargata 1, Apótekið, Stykkis-
hólmi, 150; Norska-húsið, Stykkishólmi, 200; Silfurgata 4, Kúldshús,
Stykkishólmi, 400; Silfurgata 6, Prófastshús, Stykkishólmi, 150; Stykkis-
hólmskirkja ganrla, 250; Ólafsdalur, 1000; Gufudalskirkja, 350; Eyjólfs-
pakkhús, Flatey, 500; Klausturhólar, Flatey, 150;Vorsalir, Flatey, 100; Sauð-
lauksdalskirkja, 350; Selárdalskirkja, 200; Salthús, Þingeyri, 1000;
Mýrakirkja, Dýrafirði, 250; Hlíð í Dýrafirði, 150; Hafnarstræti 9, Flateyri,