Víkverji - 26.06.1873, Page 3
Norðanfari ætlar, að Laudshöfðingi hafi
átt hlut í brejtingu þeirri á embættaskipun
bér á landi, er konungr hefir fyrir skipað
með úrskurðum sínum 4. maí og 29. júní f
á., og lýtir Norðanfari konugsfulltrúa einkum
fyrir það. Þetta er nú eitt af því, er vér sísi
skiljum bjá Norðlendingnum. Með úrskurðum
þeim, er nefndir eru, er als engi breyting
gjör á stjórnarfari voru. Vér höfum enn ina
sömu einveldisstjórn, sem vér höfum haft,
síðan er konungalögin voru iögleidd hér á
landi, en þótt vér hefðum haft ina frjálsustu
lýðveldisstjórn, hefði varla nokkur heilviti
maðr getað verið í mót þeirri breytingu, er
á er orðin með nefndum konungsboðum.
Hvort heflr Norðanfari gleymt því, að sú hefir
verið aðalstefna allra þjóðflokka vorra, alla
þá stund, er rætt hefir verið um þjóðréttindi
vor, að fá stjórnina svo i n n 1 e n d a, sem
verða má, er konungr vor sitr í Danmörku?
Veit Norðanfari ekki að jafnvel forfeðr vorir
skildu sér til handa að hafa jarl yfir sér og
íslenzka lögmenn og sýslumenn, og hafa eigi
utanstefnur, «því að þar höfum vér marg-
faldan skaða af fengið, og við það þykjumst
vér eigi búa mega» (endrnýun gamla sátt-
mála 1302)? 1*6113 var álit forfeðra vorra,
meðan mentunin var sem mest 1 landi voru
og bókmentir vorar frainar bókmentum allra
annara þjóða á norðrlöndum og í mestum
hlut norðrálfu, enda hafa og inir bestu og
fremstu landar vorir starfað að því á inum síð-
ari límum; vér skulum að þvf leyti minna á álit
og tillögur nefndarinnar í stjórnarskipunarmál-
inu 1851; «það segir sig því reyndar sjálft, að
eins og þetta fyrirkomulag bæði löggjafar- og
framkvæmdarvaldsins er óhafandi, einkum við
oss íslendinga, eins hlýtr öll in æðri stjórnarat-
höfn á málefnum vorum að fara fram i land-
inu sjálfu». Engi getr mælt í mót því, að
þeir 2 konugsúrskurðir, er vér gátum um,
lúta beint að því, að koma allri inni æðri
stjórn í þetta horf, og finst oss sem það beri
vitni um inn herfilegasta ókunnleik á því, er
getr komið þjóð vorri fram, að lýta embætt-
ismann fyrir það, að hann hefir starfað að
slíku. Segja má, að sú breyting, er nú hefir
á orðið, sé eigi það, er þjóðfundrinn, er vér
vitnuðum fyr til, liafi viljað á leið koma, og
alþingi vort siðan haft að varabeiðni. Eins
og kunnugt er, lúta kröfur þessar að því,
að konungr skipi jarl yfir oss, þann er hafi
ið æðsta vald i landinu, og að einn eðr fleiri
stjórnarherrar verði 6kipaðir til framkvæmdar
stjórnarstarfa, og hver maðr sér, að það er
miklum mun dýrðlegra fyrir lantlið að hafa
«jarl» og «stjórnarherra» en þenna eina lands-
höfðingja. t*essu viljum vér svo svara: Verði
þetta fyrirkomulag, er þannig er fyrir hugað
dýrðlegra, þá verðr það og drjúgum dýrara
en það, er vér nú höfum.
Jarl ætti sjálfsagt að halda hirð og minni
laun en 30,000 rd. mætti því varla veita
honum — lífeyrir konungs vors er 600,000
rdl. — hver stjórnarherra skyldi hafa að
minnsta kosti 6000 rdl. að launum, og ef nú
væri viðaukið við laun þessi launum ritstofu
stjóra hvers stjórnarherra, þyrfti allt að
50,000 rd. árlega til slíks stjórnarfyrirkomulags.
Vér vitum, hve opl hefir kvartað verið um
toll þann, er lagðr er á oss til greiðslu al-
þingiskostnaðarins, þessi tollr hefir ekki verið
meiri en nær 10,000 rdl. annaðhvort ár, eðr
5000 rdl. árlega, en hvað ætli bændr vorir
segðu, ef jarls tolli 10 sinnutn svo stórum
yrði aukið við alþingingistollinn ? ætli þeim
þætti eigi nóg um dýrðir ?
Einsog vér erum eigi fylhlega ánægðir
með úrslit þau, cr fjárhagsmál vor hafa fengið
með lögum 2. janúar, 1871 og vér höfðum
æskt að fá betri kosti hjá Dönum en oss
hefir hlotnast, þykir oss það eitt vera, er
finna má að inum tíðnefndu konungsúrskurð-
um, að þeir fara cigi nógu langt, að þeir
setja of þröngt endimörk sýslusviði landshöfð-
ingja gagnvart stjórninni í Kaupmannahöfn,
en það er mál í millli hans og stjórnarinnar.
Vér höfum fengið það, er mestu varðar, ó-
vilhallan landstjóra hér á laudi, er allir em-
bæltismenn lúta undir, svo að nú þarf engi,
er vill kæra úrskurð yfirvalds fyrir stjórninni,
að fara úr landi með kæru sína, en á nú
kost á að færa kærumál sitt fyrir konungs-
fulltrúa hér innlendis á tungu sjálfra vor og
að fá aptr svar, er hann fær sjálfr svo skilið,
að hann þarf eigi ieita fulltingis málþýðanda.