Víkverji

Tölublað

Víkverji - 04.09.1873, Blaðsíða 7

Víkverji - 04.09.1873, Blaðsíða 7
01 er ( döHsku blaði, erheitir «Dansk Ugeblað», er Dr. Rosenberg gefr út. Hann segir: ís- lendingar hafa aldrei heimtað, að alþingi skyldi njóta jafnrétlis með rlkisþinginu f inum sameiginlegu málnm Dana og ís- lendinga eðr hafa nokkuð atkvæði í þessum málum. I'eir verða að álíta og álíta land sitt verndarland Dana og þessu fyrirkomu- lagi vilja þeir eigi breyta; en hins vegar er sú krafa þeirra sanngjörn að alþingi fái lög- gjafarvald í þessum málum að svo mikln leyti, sem ríkisþingið skyldi setja þau lög, er gæti haft álögur á íslendinga í för rneð sér». VISITASÍUFEHD BISKUPSINS. Eins og vér gálum í 18. tbl. voru, hóf herra biskup- inn vísitatíuferð í Mýrasýslu 6. ág.m. Hann náði þenna dag að thngvöllum. Daginn eptir hélt hann fram ferðinni fyrir Ok ofan i Reyk- holtsdalinn, þaðan til Stóra Áss, yfir Hvítá og til Gilsbakka, er hann náði um kvöldið eplir 12 tíma reið. 8. s. m. fór vísitatían fram á Gilsbakka. Bændr og börn voru komin til kirkjunnar. Prestrinu sira Jón prédikaði og spu.rði nokkur börn, en þar eptir tók herra biskupinn við og reyndi, hve börnin voru vel að sér í trúarfræði ogbóklestri. Daginn eptir vísiteraði biskupinn Síðumúlakirkju og spurði börnin í þessum söfnuði. Sama dag um nón kom herra biskupinn til Norðtungu, útkirkju frá Hvammi. Prestrinn, sira þorvaldr, og kirkjueigandi, Hjálmr alþingismaðr Mýra- manna og margir aðrir, voru þar viðstaddir. Eptir að herra biskupinn hafði yfirheyrt þau börn, er voru komin og skoðað kirkjuna hélt hann fram ferðinni til Hvamms INorðrárdal, og kom þangað síðla kvelds. Daginn eplir 10. s. m. söfnuðust bændr sóknarinnar að kirkjunni, svo margir sem gátu komistíhana. Sira þorvaldr hélt fagra ræðu, og spurði hr. biskupinn þar eptir börnin og hélt visitatí- unni fram á vanalegan hátt. Um kvöldið rcið biskup til Hjarðarholts; þar er sýslu- mannssetr og útkirkja frá Stafholti. Daginn eplir visiteraði biskupinn á Hjarðarholti og reið um kveldið til Stafholts með héraðspró- fastinum, sira Stefáni, er hafði verið við visi- tatíuna á útkirkju sinni. (Niðrlag síðar). — PÓSTFERÐIR. Austanpóstrinn kom úr 4. ferð sinni 17. f. m., 2 dögum seiuna en áætlað var. Póstskipið koin í 5. ferð sinni hingað 29. f. m. einum degi síðar en á var ætlað. J>að hafði komið 22. s. m. til þórshafnar á Fær- eyum, farið þaðan laugardagskvöldið 28. s. m., komið á mánudaginn um nón á Djúpavog, legið um kyrt á honum í 3 dægr fyrir út- sunnanstormi, lagt á stað aptr miðvikudags- morgun um óttu, komið til Reykjaness flmtudagskvöld um nón, legið þar fyrir norð- anroki þangaðtil fösludagsmorgun um nóttu, og náði það þar eptir hingað aflíðandi dag- málum. Á leiðinni til Hafnar í júlímánuði hafði það haft heiðrikt og gott veðr, þar til er það kom fram hjá Eystra horni, en þá féll á þoka mikil, svo að það fékk eigi ratað inn á Berufjörð, þó að það leitaðist við það í heilan sólarhring; það varð því að hverfa frá þessari fyrirætlun sinni og halda leiðinni fram með 4 farþega, er það hafði átt að flytja til Djúpavogs. Einn af þessum varð eptir á Færeyum, en hin 3, frökenirnar f>órun og Kristrún, og sira þorvaldr frá Reynivöllum héldu leiðinni á fram til Hafnar. þar urðu þá frökenirnar eptir lil þess að komast með skipi til Vopnafjarðar, en sira Þorvaldr kom eptir viku dvöl í Höfn aptr hingað, og varð þannig af ferð þeirri til austrlands, er hann hafði ætlað sér. Auk sira jþorvaldar komu með skipinu frá Höfn: slúdent Pétr Jónsson yfirdómanda, og gullsmiðr Sigurðr Vigfússon. Frá Eng- landi kom ungr fræðimaðr, mr. Wall; hann fór 29. þ. m. til Geysis. J>á er póstskipið kom til Hafnar, frétti formaðr þess, Holm sæliðsforingi, að kona hans væri dáin. Hann fékk því lausn um um stund frá embætti sínn, og var nú Mac Dougal sæliðsforingi skipstjóri. — Konungsveitíngar. Hans Hátign heflr veitt hreppstjóra Jóni Jónssyni á Loptstöðum í Árnessýslu heiðrspening fyrir að bjarga mönnum úr lífsháska á sjó, og sjálfseignar- bónda Kristjáni Guðbrandssyni á Gunnars- stöðum í Dalasýslu heiðrspening þann, er nefnist ærulaun iðju og hygginda til eflingar almennra heilla. Um skipun rektorsembættisins er enn ekkert kunnugt.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.