Víkverji - 04.09.1873, Blaðsíða 2
80
inu. Rússar hafa og lálið hann banna man-
sal ( ríki sínu og taka úr lögum líflát, og
munu það vcra þarfar rcttarbætr. Llfiát hefir
verið tíðska að fremja með afskaplegri grimd
i Chiwa, sem annarstaðar með austrænum
þjóðum. Við manfrelsisgjöfina losnuðu 30,000
Persa, er Kífungar höfðu náð með ránum.
{>að þykir Persakonungi vænt um, cnda leita
Rússar allra ráða að vingast við hann betr
en Englendingar, hinir grannar hans (að
austan). Annars ber þó ekkert á fáþykkju
með Rússum og Englendingum, sem sumir
spáðu, ef Rússar tækju Cbiwa, enda væri
slikt ekki nema óþarfa tortrygni. Rússakeis-
ari hefir n<Iega fastnað Alfred prins, öðrnm
syni Victoriu drottningar, einkadóttur sína,
er María heitir, og fagnar hvortveggja þjóðin
vel þeim tíðindum.
Englendingrinn Scmiuel Baher, er Egipta-
jarl gjörði út með her manna í hitt eð fyrra
suðr með Níl í landaleil, er nýlega kominn
aptr heilu og höldnu úr miklum mannraun-
um. Befir hann helgað Egiptajarli land alt
suðr frá Núbíu alt að miðjarðarbaug, og
stemt þar að miklu leyti stigu fyrir mansali.
Hann hafði barist opt við Blámenn á ferð sinni.
Á Frahhlandi er varla hugsað um annað
um þessar mundir en bænahald og pilagríms-
göngur, jarteiknir hafa verið svo tíðar þar í
sumar, að stjórnin, sém nú sitr þar að völd-
um og viðtók af Thiers, er kölluð «jarðtegna-
stjórn». þykir það vera vottr þess,að «alþjóða-
liðarnir svörtu» (svo kallaf Bismark krist-
munka) seu í meiri kærleikum við nýu stjórn-
ina en fyrirrennara hennar, og kalla fæstir
það holt landi og lýð. Afli stjórnarinnar á
þinginu í Versölum fer heldr vagsandi, og
verðr hún við það æ stríðari þjóðvaldsmönn-
um, Hún reynir á allar lundir að greiða
braut fyrir einvaldsstjórn, og hefir nú fengið
í því skyni greifann at' París, sonarson Loð-
víks Filipps og ættjöfur Orleansmanna, til
þess að fara í kynnisleit til frænda síns, her-
togans af Charobord (Hinriks fimta), konungs-
efnis Lögerfðamanna, og tjá honum lotning
sína. Er þá fram komið samsteypu Lögerfða-
manna og Orleaninga, er lengi hefir verið á
prjónunum. f>ingið í Versölum hefir nú tek-
ið sér hvfld þangað til 5. nóvember, þá kvað
eiga að láta það taka í lög stjórnarskrá og
laka upp aplr konnngsstjórn, fá herloganum
af Chambord lignina. En það er vonandi, að
þjóðveldismönnum lakist að rugla reikningn-
um. f öndverðum þessum mánuði fór setu-
liðið þýska heim, því nú er skuldin nær al-
goldin. f>að er Thiers að þakka, svo sem
ölluin er kunnngt, enda hafa streymt til hans
þakkarávörp úr héruðunum, sem lausninni
áttu að fagna. — Ný dauðr er Odilon Bar-
rot, stjórnvitringr, frægr síðan 1848, aðhann
átti svo mikinn þátt í að steypa Loðvík Filipp
úr völdum (82 ára). — Nú er Rochefort loks
kominn af stað til Ný-Caledoníu.
Á Italiu hafa orðið ráðherraskipti í sum-
ar: þeir Lanza og Sella farnir frá, en Ming-
hetti sett saman nýtt ráðuneyti. — Á ensha
ráðuneytinu hefir orðið dálitil breyting og
hefir Jón Brigt hlolið sæti þar.
Persahonungr er nú á leið til Miklagarðs
frá Vín. í París var látið ákaflega mikið með
hann. þaðan fór hann til Sviss, og síðan til
Vínar, en kom á þeirri leið við á Norðr-íta-
líu, og hafði þar fund Viktors konungs.
Svíakonungr og Norðmanna hefir ferðast
í sumar um endilangan Noreg og látið krýn-
ast í Niðárósi ásamt drottningu sinni (18.
júli). jþar var mikið um dýrðir og út býtt
kynstrum af «stjörnum» og «krossum.>,
enda er Oscar öðrum viðbrugðið fyrir örlæti
á slíkum hýrgunum. llann hefir jafnvel
skipt stjörnunum sínum í marga smáflokka
og fjölgað þeim að þvi skapi, til þess að
þurfa að láta sem færsta synjandi frá sér
fara. Hann hefir boðið til sín Friðrik keis-
araefni þjóðverja, og þá hann boðið og sigldi
til Kristjaníu sunnan frá Kiel hérna um dag-
inn. Fögnuðu Norðmenn gesti konungs síns
virkta vel. Núerhann á leið til Stokkhólms.
Er ekki trútt um, að Dönum þyki ferðalag
þetta hálfískyggilegt, og bætir það ekki úr
skák, að i frönskum blöðum hefir nýlega
staðið, að Sviar og þjóðverjar væru að tala
sig saman um að shipta Danmörhu á milli
sín. J>eir Nordenskjöld prófessor og hans
félagar eru komnir úr norðrferð sinni síðan
i fyrra sumar. t’eir komust að eins skamt