Alþýðublaðið - 20.03.1960, Qupperneq 2
| ÉTtgelandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl
ritetjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
— Símar : 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
BErtur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —•
• Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
r
O, jbessar rafmagnsperur!
| ÞAÐ er sitthvað, sem mæðir á okkur íslend-
ingum í skammdeginu, kvefpest í mannfólki, óða-
, p&st í stjórnmalum og vaxandi bráðapest í sauðfé.
- Og svo bætist ofan á allt þetta ein plágan enn:
; sprengipest í rafmagnsperum.
; Þegar verkamaðurinn hefur stritað liðlangan
daginn, gætt sér á soðningu með söluskatti og hlust
t að á kvöldfréttir, óskar hann einskis frekar en setj
j ast niður og lesa bók eða blöð í friði. Þá heyrist allt
í einu suð. Ekki er það fluga á þessum tíma árs!
,; Hann lítur í kringum sig. Svo sér hann hvers kyns
; er. Rafmagnsperan er farin að suða. Svo blikkar
hún örlítið. Og rétt þegar komið er að spennandi
| kafla í bókinni: Rúmmm. Peran er sprungin.
Þær eru undur þrifnar húsmæðurnar okkar og
i;B hamast í kringum krakkana, matreiðsluna og þvott
; inn allan daginn, unz kemur að síðasta uppþvott-
■ inum, rétt fyrir hvíldarstund að kvöldi. Þá spring
, rur peran í eldhúsinu. Það liggur við að blessuð
konan láti út úr sér ljót orð.
i Hvað veldur þessari pest í ljósaperunum? Lið
|| inn er mannsaldur og vel það, síðan hann Edison
gamli fann upp Ijósaperuna. Mikil vísindaafrek
; hafa verið unnin og menn eru farnir að trúa því,
' | að kynslóð, sem getur sent spútnika í geim, geti
. framleitt sæmilegar Ijósaperur, sem hafa eðlilegt
i lífsskeið og d’eyja ekki fyrir aldur fram.
Við Íslendingar verðum að kaupa mikið af
okkar vörum frá þeim þjóðum, sem sýna okkur
þann sóma að éta fiskinn okkar. Það er ekki nema
gott og blessað. Auk þess eru þetta annálaðar vits
. muna- og dugnaðarþjóðir eins og Tékkar og Aust
: ur-Þjóðverjar, sem ætla mætti, að ekki stæðu úr-
kynjuðum og hnignandi auðvaldsríkjum að baki
; í svo einfaldri list sem að framleiða ljósaperur.
Það er langt og hvimleitt skammdegið okkar,
en því miður duga norðurljósin ekki til að lesa
á bók eða þvo upp. Þess vegna var rafmagnið,
birtan frá ljósperunni, ein dýrmætasta gjöf, sem
; tækni og snilld síðustu tíma hefur fært okkur. Við
viljum helzt ekki perur, sem syngja og springa.
Okkur þætti vænt um að losna við þann peru-
skatt, sem það kostar að kaupa nýjar perur fyrir
; þær, sem deyja 'háværum dauðdaga fyrir aldur
fram.
Við vitum, að ráðamenn okkar og verzlunar
menn hafa í mörgu að snúast. En sloknar ekki á
perunni hjá þeim líka? Er það ekki nóg hvatning
>: til þeirra um að taka þetta mál föstum tökum.
Það hefur verið skrifað eða sent skeyti um minna.
Það hefur farið sendinefnd til útlanda í ómerki-
í> legri erindum. í guðanna bænum, útvegið okkur
Jsómasamlegar perur, sem lýsa okkur þegjandi og
jistórslysalaust!
20. marz 1960 — Alþýðublaðið
Dráttarbraut
Framhald a£ 13. síðu.
Smíði hússins stjórnuðu
Reynir Sigurðsson, Hreinn
Júlíusson og Kári Eðvaldsson.
Uppsetning á mótorfesting-
um og raflögnum sáu um þeir
Gústav Nílsson, Hjálmar Ste-
fánsson, Sverrir Sveinsson og
Kristinn Þorkelsson.
Þess má geta, að 'fram-
kvæmdastjórar síldarverk-
smiðja ríkisins voru Skíðafé-
laginu ómetanleg hjálp og svo
einnig rafmagnsstjóri.
Abalfundur
Fráfarandi formaður flutti
skýrslu stjórnarinnar frá fyrra
ári og lýst var reikni'ngum fé-
lagsisn og þeir samiþykktir.
f stjórn fyrir árið 1960 voru
eftirtaldir menn kosni'r:
AÐALFUNDUR Sveinafél.
pípulagningamanna var hald-
inn sunnudaginn 6. marz s. 1. að
Freyjugötu 28.
Form.: Rafn Kristjánsson,
varaform.: Sigurður Grétár
Guðmundsson, ritari: Borgþór
Jónsson, gjaldk. félagssjóðs:
Guðmundur Gíslason, gjaldk.
sjúkrasjóðs: Ásgeir Magnússon,
Varastjórn: Hilmar Ásmunds-
son, Guðjón Júlíusson, Ólafur
M. Pálsson.
FJÁRSÖFNUN þjóðkirkj-
unnar til hjálpar flóttamönn-
um er lokið að þessu sinni.
Hún er liður í flóttamanna-
hjálp Líknarmáladeildar Lút-
herska heimssambandsins og
mun framlagi íslendinga varið
til kaupa á Jýsi og skreið, er
ráðstafað verður þangað, sem
þörf er mest fyrir slík matvæli.
Eins og við mátti búast
hafa íslendingar brugðist vel
við og látið mikið fé af hendi
rakna í þessa söfnun. Skila-
grein fyrir gjöfum, sem borizt
hafa, hefur, jafnan verið birt í
blöðum hvað eftir. Alls hafa
safnazt kr. 247.486,08.
Vil ég hér með þakka ágætar
undirtektir almennings, öllum
þeim mörgu, prestum og öðr-
um, sem með starfi og fram-
lögum hafa stuðlað að því, að
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar. — Eigum fyrirliggj-
andi hólfuð og óhólfuð dún-
og fiðurheld ver.
Fljót afgreiðsla.
Dún- og fiðurhreinsunm
Kirkjuteig 29. — Sími 33301
þessi fjársöfnun yrði þjóð
vorri til sóma og til nokkurrar
hjálpar í sárri neyð.
Biskup íslands,
Sigurbjörn Einarsson.
Genfardaguí
VIÐ sýndum ykkur fisl?
í gær og við sýnum ylrk-
ur fisk í dag. Það heyrir
þessum Genfarráðstefnu-
dögum til að okkar dómi.
í gær var það karlmaður
að draga fiskinn, í dag er
það stúlkan (ein af fjöl-
mörgum), sem tekur við
honum. Myndin var tekin
hjá Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar í gærdag. Stúlkan
heitir Sigurbjörg Lárus-
dóttir, og hún er 14 ára. j
Á TÓNLEIKUM Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Þjóðleik-
húsinu næsíkomandi þriðju-
dagskvöld verður meðal ann-
ars flutt Sinfónía nr. 4 í Es-
dúr, nefnd „Rómantíska sin-
fónían“, eftir austurríska tón-
skáldið Anton Bruckner. Önn-
ur viðfangsefni eru forleikur
að óperunni „Brúðkaup Fíga-
rós“ og píanókonsert í d-moll
eftir Mozart. Stjórnandi hljóm
sveitarinnar er dr. Róbert
Abraham Ottósson og einleik-
ari Gísli Magnússon píanóleik-
Fjórða sinfónía Bruckners
er erfiðasta listrænt viðfangs*
efni, sem SinfóníuhljómsveiU
in hefur færzt í fang til þessa
og hefur kostað óvenjumikla
undirbúningsvinnu á æfingum,
Hún er ein hin allra glæsilegi
asta af sinfóníum Brucknerss
og má frurnflutningur hennar
hér teljast mikill viðburður.
Aðgöngumiðar að þessun®
tónleikum eru seldir á venju-í
legu verði, kr. 35,00 í sal og á
neðri svölum og kr. 25,00 á efrí
svölum. ,_J