Alþýðublaðið - 20.03.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 20.03.1960, Side 4
Ingólfs-Café ! Gömiu dansarnir i \ í kvöld kl. 9, j Dansstjóri: Þórir Sigurbjörnsson. Ásadans verður kl. 12. Ókeypis fyrir 10 fyrstu pörin. Aðgöngumiðasala frá kl. 8, sími 12826. Ath. Dansað í síðdegiskaffitímanum í dag. « \ Diskó kvintettinn Ieikur. Ingólfs Café. Bændur og aðrir væntaniegir kaupendur dráttar- véía á þessu ári eru beðnir að athuga, að ZETOR J dráttarvélin er langódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum og þá ekki sízt núna eftir efnahagsráð- stafanirnar. ZETOR 35 A koslar nú m Kr. M00,oo Innifalið £ þessu verði er vökvalyfta, rafmagnsútbún- aður, verkfæri, varahlutir. Þeir, sem gert hafa pantanir hjá okkur eru beðnir að athuga, að við munum afgreiða þessa dagana ZETOR 25 A dráttarvélar og eru því beðnír að hafa strax samband við okkur eða umboðsmenn okkar. EVEREST TRADING COMPANY Garðastræti 4. — Sími 10969. Nýtízku eldhúsborð fyrirliggjandi. Gamla verðið. Lárus Ingimarsson, heildverzlun. Sími 16-205. 4 20. marz 1960 — Alþýðublaðið ★ Fjárlög afgreidd. A'LÞINGI mun afgreiða fjár lög einhvern næstu daga. Þár- með verður gengið frá áætlun úm ríkisbúskapinn á líðandi ári, áætlun sem jafnframt er lögskipun um útgjöld, er nema tæplega 1500 milljónum kr. Þetta er jafnan veigamesta mál alþingis, sem þingmenn legg]a í meiri’ vinnu, meiri tíma og oft rneiri íbaráttu en nokkuð annað. I þessum lög- um koma nálega allar hliðar stjórnmálanna saman. Deilur um fjárlögin eru því miklar og harðar og enda í Ihinum hefðbundnu eldhúsumræð- um. Hér á íslandi er ei’tt atriði athyglisvert um fjárlög eins og raunar mörg önnur veiga- mikil mál. Stjórnarsinnar virS ast ár eftir ár segja nokkurn veginn það sama, hverjir sem þeir eru og í hvaða flokkum, semi þeir eru. Eins virðast stjórnarandstæðingar einnig syngja að mestu sama sönginn — hverjir og í hvaða flokkum sem þeir eru. Þetta stafar af því, að stað- reyndir lífsins breytast ekki ýkja mikið ár frá ári. Vanda- mál ríkisins eru nokkurn veg- inn eins, hverjir sem eru í stjórn. Og það er margreynt, að hvorki einstakir stjórnmála menn eða flokkar búa yfir galdraráðum ti'l lausnar erfið leikum dægurmálanna — þótt skoðanir séú skiptar um margt. ★ Skipt um hlutverk. Hins vegar eru stjórnar- skipti tíð á íslandi, flokkar og menn eru í ríkisstjórn ei'tt ár- ið og utan stíórnar það næsta. Og þá er sem skipt sé um hlut- verk í leiknum. Framsókn og kormmar eru nú í stjórnarand- stöðu — og iségjá efnislega það sama, sem sjálfstæðismenn sögðu, þegar 'þeir voru í stjórn arandstöðu. Þess vegna var það, að Karl Guðjónsson sagði á fimmtudagi'nn, að Magnús Jónsson frá Mel flytti nú ó- sköp svipaða varnarræðu fyr- ir fjárlögin og Eysteinn Jóns- son frá Mel hefði flutt um langt árabil. Og Eystei'nn sagði eitt sinn á þingi: „Þegar menn eru komnir í stjórnarandstöðu, heitir það ríki'sbákn, en ef rnenn styðja stjórnina, þá heit ir það eitthvað annað“. Karl flytur nú tillögu um að lækka með einu pennastriki allan skrifstofukostnað ríkis- ins um 10% og flytur heitar ræður því til varnar. En hann var sjálfur formaður fjárveit- inganefndar í tíð vi'nstri stjórn arinnar og Emilíu, og þá tókst honum ekki að lækka skrif- stofukostnaðinn. Þá hefði hann látið slíka ti'llögu deyja drottni sínum óafgreidda í fjárveitinganefnd. Það er munur, hvort menn eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. ★ Hækka fjárlög? Stjórnárandstaðan talar .mik ið um, að fjárlögi'n hækki nú úr 10—1100 milljónum í 14— 1500 milljónir, og þykir þeim áð vonum miki'l hækkun. Þetta er að því léyti blekking, að undanfarin ár ihefur ríkis- sjóðUr í raun réttri verið í tvennu lagi': ríkissjóðurinn sjálfur og útflútnlngssjóður. Sámanlagt hafa þessir sjóði'r s. 1. ár velt tæplega 2500 millj- ónum. Nú hefur útflutnings- sjóðurinn verði afnumi'nn vegna gengislækkunarinnar, og eftir er ríkissjóður einn með rúmlega 1500 mi’lljóna veltu — eða lækkun um rúm- ar 1000 milljónir. Algéngt er að mæla heildar- upphæð ríkisbúskaparins við þjóðartekjurnar. Þær eru al- mennt talaar vería nálægt 5000 milljónum hér á landi. Sam- kvæmt því fóru á dögum upn- bótakerfisins um 50% þjóðar- teknanna um hendur ríkisins, en verða nú aðeins 30%. Þetta er mikil breyting. Þúsund milljónirnar, sem fara ekki lengur um hendur opinberra aðila, verða greidd- ar bei'nt með hinu nýja gengi til þeirra, sem selja afurðir úr landi. Og trúi því hver, sem trúa vill, að ekki ’hafi töluvert farið í súginn við millifærslu á 1000 millj. hjá þjóð, sem ekki' getur selt frímerki eða gefið út gjaldeyrisleyfi til námsmanna án þess að stór- lega misfarist. ★ Þung byrði. Ef við bætum’ þei'm tekjum, sem bæja- og syeitafélögin hafa, við tekjur ríkisins, verða þær á þessu ári rúmlega 2000 milljónir króna. Þetta eru 40% þjóðarteknanna, sem tek- ið er af borgurunum, mest með óbeinum gjöldum, er menn greiða í vöruverði, en einnig með beinum sköttum og útsvörum. Þetta er vissulega mjög þung byrði opinberra gjalda, vafa- laust ein liæsta í heiminum. lijá öðruin þjóðum, sém við berum okkur gjarna samau við, er þessi tala algeng 20—« 30%, og fcr yfir 30% hjá nokkrum. Af hverju stafar þessi munur? Af hverju verða fslendingar að bera meiri byrði opinberra gjalda en aðr* ar þjóðir? I Þetta er reikninguri'nn, sem smáþjóð verður að greiðafyrir fullveldi sitt. Þetta kostar það, að við erum að koma okkur upp öllum mannvi'rkjum og ajJri þjónustu fullvalda þjóð- ar, aðeins 175.000 sálir. Þaðl er dýrt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að leggja vegi, byggj a brýr, flugvelli, halda uþpi stjórn, löggæzlu, dómstól um, sjúkrahúsum, trygging- um, skólum o. s. frv. o. s. frv. Og það sem meira er: Við ger« um miklar kröfur tiil lífsi’ns, látum okkur ekki nægja ann- að en það bezta. | Með þessu er því ekki neit- að, að einhvers staðar sé eytt að óþörfu eða farið i'lla með fé. Það er vafalaust hægt að spara víða. En það bíða einn- ig önnur verkefni, brýn og nauðsynleg. Þetta er stórbrotnasti vand- inn, ’sem íslenzka þjóðin hef- ur að leysa: Að sanna fyrir sjálfri sér og umheiminum, að við, þessar fáu hræður, getum, fjárhagslega haldið uppi sjálf stæðu menningarríki'. Okkur tekst það aldrei með uppbóta- og styrkjakerfi, ihöftum og spillingu. Þess vegna er verið að reyna að koma efnahags- lífinu í betra horf með hinu nýja efnahagskerfi stjórnar- innar. Nýja kerfið leggur vissulega byrðar á þjóðina. Það eru vafa laust á kerfinu margi'r gallar. Við skulum laga gallana, bæta kerfið eftir því sem reynslan gefur tilefni til —en umfram allt ekki' kollvarpa því. Þá blas ir ógæfan við þjóðinni. ■•••••••........•■■•»••• Æskulýös- vikan, iSfða'sta samboman er í kvöld kl. 8,30. Sr. Sigur- bjönn Einaiúson, biskup talar. Vitrjisburðlir. Hórþlöingur. Mikiill almennur söngur. Allir velkomnir. KFUM, KFUK.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.