Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 3
Gnægð fiskjar • en fiskverk- unarstöov kunna Meðferðin á gæðafisk- inum, sem íslendingar ausa á land af miklum dugnaði en minni forsjá, er með þeim endemum, að vel getur svo farið, að vinnsla og vinna stöðvist með öllu í mörg um fiskverkunarstöðv- um. Þetta er kjarninn í stórat- hyglisverðri' fréttatilkynningu, sem blaðinu barst í gær frá eft- irtöldum aði'lum: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleið- enda; Sambandi' íslenzkra sam-, vinnufélaga (útflutningsdeild) og Samlagi skriðarframleið- enda. Fréttatilkynningin er svo- hljóðandi', nokkuð stytt: Flestum landsmönnum er nú Sigga Vigga wí mlgii [ i kunnugt orðið um þá atburði, ( sem gerðust á Akranesi um síð- ustu ihelgi, er 580 tonn af fiski bárust á land, en gæði fisksins reyndust það léleg, að aðeins var hægt að nýta 42 tonn eða 7,25% til frystingar. Einnig er upplýst orðið, að ástandð er lít- ið betra í flestum verstöðvum öðrum hér við Faxaflóa. Er nú svo komið, að til stöðvunar horf ir í mörgum fiskverkunarstöðv- um. Fiskurinn er af fyrsta flokks gæðum meðan hann enn syMir í sjónum. Bátarnir eru stórir, margir nýir, og síður en svo vél- vana. Veiðarfærin eru af beztu gerð og ekki af skornum skammti, og tíðarfarið er eins gott og það gerist bezt á þessum tíma árs. Orsakanna er því annars stað ar að leita, og er það öllum, sem afskipti hafa af fiskverkun, vel kunnugt. Skulu §ér rakin helzu atriðin: 1. Sóraukning netaveiðanna undanfarin ár. Bátar taka nú net miklu fyrr en áður tíðkað ist, jafnvel meðan enn er á- gætur afli á línu. Netafjöld- inn, sem bátarnir leggja í sjó, er orðinn svo óhóflgur, að sumir þeirra komast aldrei yfir að draga öll netin í einu, en þetta leiðir óhjákvæmilega til þess, að geysimikill fiskur skemmist þegar í netunum. 2. Fiskimönnunum er greitt sama verðið fyrir góðan iínu- fisk og tveggja nátta netafisk, enda þótt allir sjái, að hér er reginmunur á. „Aflakóngur“ er sá formaður talinn, sem flest tonninn færir á land án tillits til þess, hver séu gæði fisksins, og hvert útflutnings- verðmæti aflans sé. Sá, sem vill veiða minna, en skila góð oka um afla á land, ber þannig minna úr býtum en „afiakóng urinn“, sem alltaf á mörg net í sjó með dauðum fiski. 3. Vegna hins mikla netafjölda, og oft á tíðum geysilega afla, er blóðgun fisksins látin sitja á hakanum. 4. Ofan á þetta bætist svo, að mjög illa gengur að fá sjó- Framhald á 14. síðu. MOKAFL EYJABÁTA VESTMANNAEYJUM, 26. 3. - í gær var liangbezti afladag- urinn á yfirstandandi vertíð. Bárust alls á land um 2300 lest- ir. Margir bátar voru með yfir 5000 fiska og enginn undir 1200. Var því afli hæstu bátanna um 50 lestir. Fiskurinn var að mestu leyti tveggja nátta, því að fæstir bátanna lönduðu í fyrradag. j Aflahæsti báturinn í gær var Erlingur IV., sem var með 5700 fiska eða yfir 50 lestir. Formað- ur á Erlingi IV. er ungur mað- ur, Ríkharð Sighvatsson. P.Þ. Akranesi, 26. marz. — í gær bárust hingað 250 tonn af 19 bátum. Mestur afli var 30 tonn hjá Höfrungi II. (4500 fiskar), Heimaskagi var með 22 tonn og Höfrungur 21,5. Annars var aflinn mjög misjafn, allt niður í lítið sem ekkert. Fiskurinn hefur verið afar smár undan- farið, en nú er farið að bóla á stærri fiski. Keflavík, 26. marz. — Afli var yfirleitt mjög lélegur í gær, 4, 5, 6 og upp í 10 tonn hjá fjölda báta. Aflahæstur var Ól- afur Magnússon með 34 tonn, en tveir til þrír bátar aðrir voru með rúm 20 tonn. 5 GERDU VERKFALL HJA SINFÓNlUHUÚMSVEIIINN SÁ atburður gerðist í gær- morgun, að fresta varð æfingu hjá Sinfóníhljómsveit íslands vegna verkfalls 5 útlendinga, sem eru ráðnir hjá hljómsveit- inni. Þessir 5 erlendu hljóðfæra Ieikarar gerðu verkfall til þess að knýja fram kröfur um hækk að kaup. Þessir hljóðfæraleiarar leika allir á blásturshljóðfæri, að ein um undanskildum, sem leikur á cello. Þeir komu allir til hljóm- sveitarinnar í vetur og hafa nú krafizt 20% kauphækkunar vegná gengislækkunarinnar. Rétt er að geta þess, að ís- lendingarnir og þeir útlending- ar, sem hér hafa veri'ð í lengri tíma, hafa ekki farið fram á þessa kauphækkun, þótt þeir séu óánægðir með kjör sín. Samningur þeirra rann út hinn 1. marz sl., en honum var fram- lengt í tvo mánuði óbreytum. Harka er komin í þetta mál. Eftir iþví sem Alþýðublaðið frétti í gærdag, mun ekki koma til greina að ganga að kröfum þessara 5 útlendinga. Þeim höfðu verið settir úrslitakosti’r þannig, að héfðu íþeir ekki fallið frá kröfu sinni fyri’r klukkan 5 í gærdag, yrðu þegar fengnir aðrir hljóðfæraleikarar erlendis frá í þeirar stað. Blaðið mun skýra frá úrsjit- unum í þriðjudagsblaði. Alþýðublaðið — 27 marz 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.