Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 16
NEW YORK, marz, (UPI). — Sov«tríkjanna spáir því, að á næstu árum verði Bandaríkin og Sovétstjórnin a ð hefja raunhæft samstarf í stað frið- samlegrai sambúðar til þess að mæta hættunni, sem þess- um ríkjum báðum stafar af Kína kommúnismans. Harrison E. Salisbury, sem hóf blaðamennskuferil sinn sem Moksvu-fréttaritari Unit- eed Press og er nú helzti sér- fræðingur New York Times í málefnum Rússlands, segir: „Skuggi Han-þjóðarinnar (Kínverja) mun íeggjast yfir heiminn næstu hundrað árin. Kínverjar eru forustuþjóðin meðal milljónaþjóða Asíu“. „Það er allt útlit fyrir, að við (Bandaríkjamenn) þurfum eins mikið á Rússum að halda og þeir á okkur í framtíðinni. Tími er til kominn, að tala alvarlega saman“. Þessi ummæli eru tekin úr lokakafla síðustu bókar Salis- hurys, sem nýkomin er út í Bandaríkjunum. Titill hennar er „Til Moskvu — og lengra“, og er ferðasaga höfundar um Sovétríkin, Síberíu, Ytri Mon- gólíu og Kína frá síðasta ári. Salisbury byggir athuganir sínar á eftirfarandi forsend- um. Friðarvilji núverandi for- ustumanna Sovétríkjanna — vilji þeirra til samstarf við Bandaríkjamenn er raunveru- legur. Rússar munu í framtíðinni færast nær vestrænum þjóð- um ekki aðeins á cfnahags- og iðnaðarsviði heldur vegna frjálslegri lífshátta almenn- ings. Framhald á 14. síðu. LiTILL BÍLL LEYLAND, England. — Mjúkar línur^ glitrandi króm, stáluggar og ofsa- hraði er hið fyrsta, sem kemur í hugann þegar minnzt er á nýjustu bíla- tegundi'r. En fimm ungir enskir verkfræðinemar hafa aðra skoðun á hlutunuan. Þeir smíðuðu lítið þægilegt far artæki, sem kostaði þá minna en 10 stelingspund. Þeir kalla þennan bíl Konunglegu músina, Roy- al Mouse. Músin er vagn, eins konar smækkuð út- gáfa af kappakstursbílum Bíll þessi' vegur rúm- lega sextíu kíló og nær allt að 65 mílna hraða á klst. Verkfræðinemarnir segja að konunglega mús- in hafi kostað þá 10 sterl- ingspund í efniskaupum, en samtals um 100 pund ef vinna er talin með. LOS ANGELES, marz. — (UPI.) Þrjú atriði kemur eink um ti'l greina að athuga er svara á spurningunni: „Hvaða fólk er Hkilégast til þess að fá hj ar tas j úkdóma ? “ Sérfræðingar í Los Angeles segja að þessi þrjú atriði séu: Hækkun blóðþrýstings, rann sókn á hjartasjúkdómum í fjöl-skyldu manna og aukning cholesterols í folóði'nu, Vísindamenn við Kaliforn- íu'háskóla í Los Angeles hafa undanfarin tíu ár rannsakað heilsufar 1859 bæjarstarfs- manna í Los Angeles. Menn þessir hafa vrið á aldrinum 20 —70 ára er ransóknin hófst og stundað alla algenga vinnu allt frá erfiðum líkamlegum störfum upp í rólega skrif- stofuvinnu. Menn þessir voru athugaðir mjög nákvæmlega á árunum 1950—54 og síðan fylgzt með heilbrigði þeirra og einkum hj artastarfseminni. Á þessum tíu árum hafa 135 af þessum mönnum dáið af ýmsum orsökum, þar af 59 úr kransæðastíflu, en alls fengu rúmlega 100 manns snert af þessum hættulega sjúkdómi. Kransæðastíflan var algengust meðall þeirra, sem höfðu ha- an blóðþrýsting, mikið chale- sterol í blóði og þar sem hjart veiki var ] ættinni. Ekkert samfoand virtist vera miUi atvinnugreinar og krans æðastíflu. Veikin gerði vart vð sig jafnt meðal allra vinnu- hópa. 133 ár frá andláti Beethovens UM ÞESSAR MUNDIR eru liðin 133 ár frá andláti Bee- thovens, en hann lézt í Vínar- borg 26. maiz 1827. Tvö af síð- ustu verkum hans, kvartettarn- ir opus 131 og 133, verða flutt í hátíðasal háskólans af hljóm- plötutækjum skólans sunnur daginn 27. marz kl. 5 sundvísl. Jón Leifs tónskáld flytur inngangsorð. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. jingur við iheimkouna EINS ög Alþýðublaðið hefur skýrt frá tók Norðlending niðri við Færeyjar og var gert við hann þar. Togarinn var kyrrsettur þar til greiðsla viðgerðakostnaðar hafði farið fram. Síðan taífðist hann við að útvega færeyska sjómenn en loks gat hann haldið heim og var þessi mynd tekin á Sauðár- króki skömmu eftir heimkomu togarans. (Ljósm.: Stefán Pedersen). SKUGGB KÍNVERJA YFIR HEIMINUM % & 1» m A mgssúi 41. árg. — 'Sunnudagur 27. marz 1960 — 72. tbl. Hverjir /d helzt hjartasjúkdóma? V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.