Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 5
T ambroni myndar stjórn BÓM, 26. marz. — Hinni mánaðarlöngu stjórnarkreppu á Ítalíu l'auk í dag er Fernando Tambroni myndaði minnihluta- stjórn Kristilegra demókrata. Ráðherrar eru 21, þar af 13, sem voru í fráfarandi stjórn Segnis, flokksbróður hins nýja forsætisráðherra. Segni tekur við embætti ut- lanríkisráðherra af Giuseppe Pella. Kristilega demókrata skortir 26 þingsæti til þess að hafa meirihluta á þingi, stjórn- in nýtur stuðnings ný-fasista og nokkurra smáflokka. Eyjum UPPBOÐ fór fram í gærdag Jkl. 2,30 á togaranum Vetti, SU >—103, þar s em hann lá við Grandagarð í Bvík. Fjölmargt fólk var viðstatt uppboðið, sem haldið var af uppboðshaldar- Kröfugangan v/ð pásfhúsið j ÞAB er kröfuganga í Vestm.- ieyjum hvern einasta virkan dag tim þesar mundir, tjáði ferða- sn'aður Alþýðublaðinu í gærdag. Vestmannaeyingar h'afa sjálf ir kallað þetta ástand yfir sig. Þeir gerðu það þegar þeir sam þykktu við allsherjariatkvæða- greiðslu- að loka útsölu Áfengis- .Verzlunarinar £ bænum. Síðan fær enginn Vestmanna eyingur eða aðkomumaður deig 8n áfengisdropa nema með því að panta hann frá Reykjavík. ÁVR sendir þá vínið gegn póst- fcröfu. Af póstkröfusendingunum er Svo sprottið nafnið „kröfu- ganga“, en svo kalla Eyjaskeggj ar biðröð hinn'- þyrslu, sem erú gð sækja vínið sitt í pósthúsið. anum í Reykjavík, Kristjáni Kristjánssyni, borgarfógeta. Fyrsta boð í 'Vött var að upphæð 2.9 milljónir og átti Stofnlánadeild sjávarútvegsins það. Næsta boð átti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, 3.5 milljónir. Þriðja boðið, 4 milljónir, kom ftá umboðsmanni ríkis- sjóðs, en Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar bauð strax 4.1 milljón. Næsta boð kom frá ríkis- sjóði, 4.2 milljónir. Lokaboðið kom frá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar og var Vöttur slegin henni fyrir 4.3 milljónir króna. Á skipinu hvíla sjóveð að upphæð ein milljón króna og auk þess 12 ára klössun, sem kóstar varla undir einni millj. króna. Hið raunverulega kaup- verð togarans er því ca. 5,3 milljónir, því sjóveð greiðast af kaupvérði, en klössunina verður Bæjarútgerðin að borga áður en togarinn verður sjófær. Eigendur 1 Eigandi -Vattar var Aust firðingur hf., en helztu hlut- hafar í því eru hreppsfélögin á Eskifirði, Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði. Hlutafélagið á einnig togarann Austfirðing, sem búizt er við að verði einn- ig boðinn upp á næstunni. Togarinn Vöfttur hét áður Keflvíkingur. Við uppboðið var Kristján Eiríksson hrl. umboðsmaður Bæj Vútgerðarinnar, Sigu'rður Ólason hrl. fyrir ríkissjóð og Björn Ólafs fyrir Stofnlána- deildina. Aðrir togarar lönduðu, sem hér segir: Pétur Halldórsson á sunnudaginn 170 tonnum og Neptúnus daginn eftir 168 tonn um. Á þriðjudaginn landaði Jón Þorláksson 216 tonnum. Hvalfell landaði á fimmtudag 136 tonnum svo og Marz, sem fyrr er getið. Ingólfur Amar- son landaði á föstudaginn 220 tonnum og loks var verið að landa úr Aski í gær um 170 tonnum. Von er á togurum með afla eftir helgina. . UNDANÚRSLIT bikarkeppni Evrópu milli Real Madrid og FC Barrelona fara fram 21. apríl og 4. maí. björgunarskiltu f DAG efna breiðfirzku átt- hagafélögin í Reykjavík til fjár söfnunar fyrir björgunarskútu- sjóð Breiðafjarðar. Það verður gert á þann hátt, að efna tiíj merkjasölu og einnig hafa breið j firzkar konur kaffisolu í Breið- firðingabúð. Hinn 1. apríi vcrð- j ur skemmtisamkoma í Lidö ogí allur ágóði af henni rennur til björgunarskútusjóðs. • Björgunarskútusjóður Breiða fjarðar var stofnaður 24. apríl 1954 með 50 þúsund króna gjöf frá hjónunum Þorbirni JónsT syni og Svanhildi Ólafsdóitur frá Ólafsvík. Sjóðurinn hefuf verið efldur með fjársöfnunum vestra og hér syðra og nemur nú um 650 þúsund krónum. - Þegár .sjóðurinn nemur yfir milljón króna verður hægt að hefjast handa um smíði skút- unnar. l'jörgunarskúta á jafnmiklu úígercarsvæði sem Breiðafirði yrði til stóraukins öryggis þar, auk landhelgisgæzlustarfa, sem hún yði notuð til. Þess er því að vænta, að málefni þetta hljóti stuðning almennings. Merki verða afgreidd til sölu- barna í Breiðfivðingabúð kl. 10 árdegis. SJÖ togarar lögðu afla á land í Reykjavík í vikunni, sem leið, samtals nni 1360 tonn. Mestan afla var Marz með á fimmtu- daginn eða 280 tonn. I óskk INGRID drottning er fimmtug á morgun. Um leið og við ósk- um henni til hamingju með daginn, birtum við hér mynd af henni frá 1938, sem ýmsir íslendingar sjálfsagt muna eft- ir, en yngri landar hafa naurn- ast séð. Gjörið þið svo vel: Ing- rid, þáverandi krónprinsessa, á Siglufirði með Friðrik manni sínum og íslenzku fyrirfólki — vinnuklæddu og sparibúnu. " «ni.Miiiiii>i»niiii»H|fmiiiiuii»imiiniinini»iiinil|nil||ritliMÍM,mu»iiniinniii»i»nm>n W ' "***# llliiilllilllllilllillliilllllH 0 Sænskur fafnaður ; Gúmmístíg vél * barna, margar gerðir Gúmmístígvél karlmanna, legghá Gúmmístígvél kvenna. Kvenbomsur flatbotnaðar, svartar, gráar Barnabomsur með rennilás Tungubomsur barna Gúmmískór með hvítum sóla Allar vörur meö gamla vrðinu. | SKÓDEILD Skólavörðustíg 12 Sími 12-327. Alþýðublaðið — 27. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.