Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 6

Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 6
38 pá ætti blaðið samt að fyrirverða sig fyrir, að hjálpa honum til að hreiða þau út. |>að væri líka bonum bezt sjálfum. Aljtýðamaður. • Utvegsbóndi uokkur við Faxaflóa» hef- ur tekið til máls í 7.—8. nr. «íslendings« út af saltfisksverkuninni, og kunnum vjer bverjum manni þakkir fyrir, að ræða það mál, sje það rætt með viti og sanngirni, því það er mjög mikilsvarðandi mál. Útvegsbóndinn drepur á ritgjörð vora um þetta efni í íslendingi, 3.—4. nr., bls. 11, og fer hann þessum orðum um bana meðal annars: «væri ekki ráðlegra að láta slíkar krásir bíða ; þar til af þeim ryki, svo menn þyrðu nær, en að sleikja þær einung- is að utan». Það skín út úr öllu hjá út- vegsbóndanum, að honum þvkir, að vjer höfum ekki kennt kaupmönnum eingöngu um það, að sunnlenzki fiskurinn er miður verkaður en hinn vestörzki. Yjer vitum raun- ar, að það er nú á tímum mest courant, að kenna öðrum um allt, sem ábótavant er hjá oss Islendingum, en vjer viljum reyna að halda fram því einu í blaði voru, sem vjer áb'tum rjett og satt, hvort sem «útvegs- bóndanum» eða öðrum líkar það betur eða ver. 1 hinni fyrri grein vorri gátum vjer um það, sem oss í þessu efni þótti á vanta hjá kaupmanninum, sumsje það, að hann borg- aði optast jafnt hina góðu og velvönduðu vöru, eins og hina lakari, en vjer vorum einnig svo djarfir að taka fram, að kaup- maðurinn á opt mjög erött með að gjöra þann verðmun á vörunni eptir gæðum, sem æskilegt væri. «Utvegsbóndinn» þykist vera sá fyrsti, sem hefur fundið rótina til þess, að sunnlendingar verka margir hverir fisk sinn miður, en skyldi; rótarinnar til þessa er í hans augum atls ehki að leita hjá ís- lendingum, heldur aðeins hjá kaupmönnum. Aðrar eins kenningar, og «útvegsbóndans,» eru ekki til annars, en að kæfa niður alla viðleitni hjá löndum vorum, til að vanda vöru sina, og þær miða eingöngu til að stæla þá upp í því, að halda áfram trassaskapnum. Það hefur engin þjóð gott af því, að alltaf sje verið að prjedika fyrir henni, að allt, sem aflaga fer hjá henni, sje öðrum að kenna, og vjer íslendingar erum ekki það fremur öllum öðrum þjóðum, að vjer, fremur en þær, höfum gott af þessum falskenningum. Aðalatriði fiskverkunar vorrar er þó það, að þeir, sem verka fiskinn, gjöri það vel. Kaupmenn vorir hjer á Suðurlandi hafa að sönnu, allt til skamms tíma, haft á móti því, að vestfirskur öskur væri betur verkaður, en hinn sunnlenzki, og hafa þeir jafnvel gjört ræka þá öska, sem hafa verið eins mikið sallaðir, og títt er á vesturlandi, og kallað þá «saltbrenda;» en þetta er rangt hjá kaupmönnum, og eru þeir nú farnir að sjá það, og heyrum vjer, að þeir almennt óska, að allur fiskur vor Sunnlendinga sje verkaður á Vestörðinga hátt. Vjer vitum og að einstakir menn eru farnir að verka ösk sinn á þann hátt, en þá er kvartað yfir því, að kaupmaðurinn borgi slíkan fisk engu bet- ur en hinn, sem er verkaður á sunnlenzkan hátt. En það er ekki von, á meðan slíkur fiskur fæst ekki nema frá einstökum og sár- táum mönnum. Þegar sunnlenzkur kaup- maður selur saltösksfarm á Spáni, sem væru í 1000 Skpd, en á meðal þeirra að eins 20 skpd, sem væru verkuð að Vestfirðinga sið, en hin öll að sið Sunnlendinga, þá fær knup- maðurinn farminn borgaðan í heild sinni sem sunnlenzkan ösk. Að ætiast til, að kaup- maðurinn gæö sjer meira fyrir vöruna, en hann sjálfur fær, er sama sem að ætlast til, að kaupmaðurinn geö sjer ölmusu. Kaup- maðurinn er auðsjáanlega sjálfráður, hvort hann borgar hina vondu vöru eins hátt, og hina góðu; en það væri œskilegt, að hann vildi borga hina góðu vöru betur en hina. Og þegar nú sá, sem kemur með vandaða vöru, t. a. m. vel verkaðan saitfisk, til kaup- mannsins, er orðinn ásáttur við hann um verðið á honum, þá varðar hann ekki um hvað kaupmaðurinn gefur öðrum fyrir sinn saltfisk, hvort sem annara saltfiskur er mið- ur eða betur vandaður. Vjer skulum út- skýra þetta með dæmi: Pjetur kemur lil kaupmanns nokkurs með 5 skpd af einkar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.