Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 7

Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 7
39 vel verkuðum saltfiski; hann er kaupmanni alls ekki skuldugur, og kaupmaður býður honum það verð fyrir fiskinn, sem hann sjer sjer ýtrast fært, eptir því verði, sem fiskur þá er í erlendis, og tala þeir sig saman um, að Pjetur skuli fá 22 rd. fyrir Skpd.; það lætur Pjetor sjer vel líka, og kaup þeirra fara fram. Um leið kemur Páll til kaup- mannsins með 5 Skpd af fiskí, en miklu miður vönduðum, en Pjeturs; Páll er kaup- manni skuldugur um 100 rd., áður en hann ieggur inn fisk sinn. Kaupmaður segir þá við hann, að hans fiskur sje slæmur, og hann geti ekki borgað hann með sama verði, sem góðan fisk. «t*jer þurfið þá ekki að hafa fyrir því», segir Páll við kaupmann, »jeg get fengið fullt verð fyrir hann í næstu búð». «Farðu þá með liann þangað», svar- ar kaupmaður, «en þú verður að borga mjer skuldina, sem þú ert í til mín», «Já■>, segir Páll, «þessar kindur eru nú eina lífsbjörgin mín, og ef þjer ekki viljið taka þær með fullu verði, og lána mjer svo dálítið upp á ný, þá held jeg að jeg ráðstafi þeim sjálfur. en ef þjer samt viljið hafa borgun upp í gömlu skuldina, þá megið þjer taka börnin; annað hef jeg ekki.» Endirinn verður, að kaupmaður tekur fiskinn, og lánar Páli svo nokkurra dala virði á ný; um nýár er hann búinn að fá nokkurra dala virði enn, og er orðinn lalsvert skuldugur aptur. Kaupmað- urinn vill eiga sem minnst hjá slíkum mönn- um, og freistast því til að borga fisk hans með hærra verði, en hann á skilið, nefni- lega með 22 rd., eins og hinn góða fisk Pjeturs. En hvað hefur Pjetur þar til að segja? Hann hefur fengið það sem um sam- íð var, og það ýtrasta, sem kaupmaðnr gat gefið; að hann reiknaði Páli jafnmikið fvrir sinn lakari fisk, eins og PjeUi fyrir sinn betri fisk; verður kaupmannsins eigin sök. En útvegsbóndinn ræður kaupmanninum til, að láta lög og dóm hjálpa sjer til að ná því inn, sem þeir af góðsemi hafa lánað trass- anum. Vjer skulum þá víkja áður nefndu dæmi ofurlítið við, og láta Pál fara með sín á Skpd af fiski í næstu búð, þar sem hann gat fengið þau borguð sem beztu vöru, og ætla sjer að láta lánsdrottinn sinn sitja eptir með sárt ennið, og fá ekkert upp í sína skuld. En kaupmaðurinn stefnir Páli þegar til forlíkunar (sýslumaður býr ekki í kaup- slaðnum, og þar er enginn lögreglustjóri), og þeir mæta daginn eptir. Páll viðurkennir skuldina, en segist ekkert hafa upp í hana að láta. Kaupmaður segist taka gilda inn- skript frá kaupmanninum, sem Páll lagði fiskinn sinn inn hjá daginn áður, en Páíl huggar hann með því, að blessaður maður- inn hafi látið sig fá út áþessar kindur í gær, og sje þar ekkert eptir, og það reynist satt, Annað er ekki af Páli að hafa, og má láns- drottinn hans fara við svo búið af sáttafund- inum, en Páll hrósar happi af því, að hann sje óhultur fyrir öllum tilraunurn kaupmanns til að fá gömlu skuldina borgaða, af pvi að elikert sje af sjer að hafa. Vjer biðjum nú bæði «útvegsbóndann» og aðra að minnast þess, að þetta er einungis dæmi, sem vjer setjum fram bjer; en fleiri en einu kaup- maður, og fleiri en tveir, munujáta, að dæm- ið eigi sjer stað. «Útvegsbóndinn kann nú að segja, að allt fyrir þetta sje þó sökin ein- göngu kaupmanna megin, því að sá kaup- maður, sem tók vöruna af Páli, hefði ekki átt að taka hana sem beztu vöru við fullu verði. f>etta kann nú að sýnast svo við fyrsta álit; en á hinn bóginn mun það næsta torvelt, að draga óyggjandi markalínu milli þess fisks, sem geti kallast «nr. l.,» og þess, sem ekki nái því; um það geta opt verið ýmsar meiningar. tar sem útvegsbóndinn ræður kaupmanninum til, að láta lög og dóm hjálpa sjer til, að ná skuldum sínum hjá trassanum, þá er þetta að vísu rjett; svo ætti að vera; en ef útvegsbóndinn þekkir hið minnsta lil verzlunarlags hjer á landi, þá getur honum ekki dottið í hug, að þess- ari reglu hans eða ráði verði fylgt, meðan verzlun vor er í því horfi, sem hún nú er í. Sá kaupmaður, sem færi að beita lögum og dómi við hvern trassann, sem er honum skuldugur, hann mætli gjarnan loka sölubúð sinni, því bæði mundi allt það málaþras tefja hann svo frá öðrum verzlunarstörfum, að hann gæti alls ekki sinnt þeim ogsvomundu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.