Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 8

Íslendingur - 19.04.1875, Blaðsíða 8
40 menn fljótt forðast þann kaupmann, sem alt- af beitti sýslumanninum. Hvort sem ástæða væri eða ekki til þess að forðast hann þess vegna, gjörir ekkert til; hann yrði nú að grýlu meðal almennings, og það væri nóg til að eyðileggja atvinnuveg hans. Samt viljum vjer, eins og vjer gjörðum í hinni fyrri grein vorri um þetta efni, leyfa oss að skorá á kaupmenn vora, að þeireptir ýtrasta megni leggist á eitt um það, að gjöra mun á góðri og vondri vöru, og borga hana eptir gæðum, og væri óskandi, að þeir vildu láta álit sitt í ljósi um þetta málefni í blöð- um vorum. í niðurlagi greinar sinnar virðist «út- vegsbóndinn» vefengja, að vjer höfum hermt rjett um verkunaraðferð VestBrðinga, og til sönnunar máli sinu skýrskotar hann til við- tals síns við Hákon kaupmann á Bíldudal. Vjer getum sagt «útvegsbóndanum,« að vjer höfum skýrt alveg rjett frá verkunaraðferð þeirri, er Vestfirðingar hafa á saltfiski sínum, en þar sem hann fer að tala um Bíldudals- fiskinn, þá er allt öðru máli að gegna. Í'ví nær allur Bíldudalsfiskur er verkaður fyrir Kaupmannahafnar, en ekki fyrir Spánar-mark- að; meira þurfum vjer ekki að segja «tíf- vegsbðnda» um það. ítótin til þess, að vörnr vorar yfir höf- uð eru miður vandaðar en skyldi, liggur í lánsverzlaninni; væri hún af numin, þá hefði kaupmaðurinn fríar hendur til að borgabónd- anum vöru sína eptir gæðum og verðskuld- an. «Útvegsbóndinn» kann að spyrja, iivað bindi hendur kaupmannsins í þessu efni. Slíkri spurningu væri auðsvarað. Þegar kaup- maðurinn er búinn að lána stórfje þeim, sem ekkert eiga nema sinn árlega ada, þá er hann neyddur til að taka vöru þeirra eins og hún fyrirkemur, ef hann vill nokkuð hafa. «En þá eru lög og dómur til,» segir »út- vegsbóndinn». í þá átt er kaupmaðurinn bundinn við áimennings hyili, en hana missir hann, ef hann fer í mál við hvern trassann, því trassarnir ern margir, og sá kaupmaður, j sem á í miklu málaþrefi Við skiptavini sína,; verður hjer aldrei vel þokkaður. Enginn skilji oss svo, að vjer viljum á- fella landa vora um skör fram, eða halda ó- verðskulduðum hlífðarskildi yfir kaupmönn- um; báðir málsparlar eru breyskir, og allir þurfa umbóta við. En hvað vandvirkni snert- ir í vöruvöndun, þá á hún ekki að vera sprottin af þvl, að menn óttist kaupmanninn sem typtunarmeistara, heldur af þeirri með- vitund, að það sje rangt, að heimta fyrir slæma vöru jafnt og fyrir hina góðu. Ef allar hvatir til framfara hjá oss eiga að koma utan að, þá mun verða djúpt á framförum vorum, og meðan hinir svo nefndu frelsis- garpar vorir ekki finna annað ráð til að halda við lýðhylli sinni, en það, að kenna öðrum útífrá nm allt, sem miður fer og ábótavant er hjá oss, þá sjer hver maður, sem að vill gæta, að þetta miðar aðeins til þess, að kæfa niður alla sjáifsmeðvitund vora, og til að ala hjá oss gömlu deyfðina og tortryggnina. BÆKUR TIL SÖLU Af Kennslubóh í enslcri tungu, eptir Halldór Briem, er fyrra heptið út komið (8 arkir) nýprentað í landsprentsmiðjunni og kostar 1 kr. og fæst hjá undirskrifuðum, og eru þeir sem kaupa þettað hepti skyldir að kaupa siðara heptið, sem mun verða 10 eða 12 arkir, en ekki 6 eins og stendur í ísa- fold II, 6. Einnig fæst hjá undirskrifuðum: Lestr- arbók síra I’ór. Böðvarssonar hept 3 kr., innbundin 4 kr. Iír. Jónss. Ljóðmæli (öll) 3 kr. 60 aura, síðari helmingurinn sjerstak- ur frá 16. arki til 25. með inngangi og titil- blaði 1 kr. 16 aura. Langfrey, Napoleon den förstes Historie, hvert hefti 83 aura. 15 hepti eru út komin, öll bókin verður 20 lil 24 hepti. Fra Videnskabens Verden, ár- gangurinn 4 kr. Historisk Archiv, árg. 10 kr. 20 aura, ásamt mörgum fleirum fróðleiks og skemmtibókum. Sigfús Eymundarson. — 16. þ. m. kom skip frá Liwerpool eptir 24 daga ferð, með lSOOtunnur af salti til ýmsra kaupmanna í Rvík, Hafnarfirði og Keflavíki í gær kom skip með allslags timbur frá Mandal. Eigandi og Ábyrgðarm.: Páll Eyúlfsson. Prentaðurfprentsmiðju íslands. E. þóríarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.