Íslendingur - 26.07.1875, Blaðsíða 6

Íslendingur - 26.07.1875, Blaðsíða 6
70 — Snemma í maí þ. á. dó maður einn ( l’arlsarborg, 109 ára gamall. Hann var fæddur 16. marz 1766. Nafn hans var Friðrik Waldeck. ílann var dáti undir for- ustu Napoieons 1. Hann var einn af þeim, sem sátu um borgina Touloouse forðum, og hann fór með hinum frakkneska her til Egyptalands. Hann var pentari, og hafði numið þá list af hinum nafnkunna pentara Davíð. Hann var svo ern, að árið 1869 (103 ára gamall) giörði hann tvö málverk, er hann Ijet á málverkasýningu í Parísarborg. — Undir próf á háskólanum í Kaupmanna- höfn hala eptirfyIgjandi íslendingar gengið í vor: Kristján Jónsson frá Gautlöndum, lók embættispróf í lögfræði, og fjekk l.einkunn; einnig lók embættispróf í lögfræði Sigurður Jónsson, fóstursonur Jóns riddara Sigurðs- sonar í Kanpmannahöfn, og tjekk 2. ein- kunn. Próf ( forspjallsvísindum tóku þessir: Guðmundur Porláksson, ættaðurúr Skagaíirði, fjekkeink.ágæll. Einar Tliorlacius frá Saurbæ i Eyjafjarðars.ýslu — — dável Ásmundur Sveinsson, ætlaður úr Múlasýslu — — dável Sigurður Sigurðss., frá Hjörtsey— — dável Morilz Haldórsson, úr Rvi'k — — vel. Undir embættispróf I dönskum lögom gekk Guðmundur Pálsson, fyrverandi skrifari hjá amtraanni B. Thorberg; hlaut liann beztu einkunn. PÓSTSKIPIÐ. — Póstskipið «Diana» hafnaði sig hjerað kvöldi hins 18. þ. m. Með því komu þessir farþegjar: Fröken Póra Pjetursson, fröken Anna Melsteð, kandidat í læknisfræði Bogi Pjetursson, kand. philos. Hallgrimur Melsteð. Guðmundur Pálsson, examinatus í lögfræði. Kristján Jónsson, kand. i lögfræði, Propp<• bakari; auk þessara komu nokkrir Englendingar er ætla að ferðast hjer um land. — Meðal þeirra, er sigldu hjeðan til Kaup- raannahafnar með póstskipinu seinast (17. f rn.) var gestgjafi N. Jörgeosen úr Reykjavík. Ætlaði hann að eins snögga ferð til Ilafnar I verzlunarerindum, og ætlaði hann sjer að koma hingað aptur með þessari ferð. En daginn eptir að hann kom til Kaupmanna- hafnar, var hann að aka i vagni á götu þar, og sá mann, er gekk fram hjá vagninum, og sem liann þurfti að tala við. Vagninn fór ekki hart, og stökk Jörgensen niður úr vagn- innm, til þess að tala við manninn, en varð fótaskortnr, og datt svo, að vagninn ók yfir hann, og marði alveg I sundur annan hand- legg hans, og skemmdi haun mjög á. höfð- inu. Læknishjálp var þegar fengin, og var handleggurinn tekinn af honum; andaðist hann að tæpum sólarhring liðnum frá því, að slysið varð. Rænu liafði hann að mestu lcyli fram í andlátið. Það er mikil eptirsjón í Jörgensen, því hann var mesti atorkumaður, hjálpfús og — í stuttu máli — hinn bezti drengur. — Slysför. Bátur týndist fyrir skömmu frá Skarði á Skarðsströnd með 4 mönnum ; var einn þeirra Ebenezer, elsti sonur Krist- jáns sál. kammeráðs á Skarði. Voru þeir að vitja um selanætur. Ebenezer var fyrir- vinna hjá móður sinni, og var duglegur maður og vinsæll. — Við síðustu fjárskoðun í Ölveshreppi er mælt, að allt fje þar innanhrepps hafi reynzt heilbrygt, og engin kind hafi þar fundizt með svo miklu sem kláðavotti — neina ein, og hún er sögð að hafi verið úr Grindavík. Ljótt er, ef satt er! hvar er þá heimapöss- unin? hvernig er vakað yfir að lögunum sje hlýtt? og er það satt, alþingi ætli að ala kláðann enn þá? Ekki er von að samlök sjeu á marga fiska hjá oss íslendingum í öðrum efnum, þegar vjer enn þá eptir 20 ár getum ekki orðið samtaka í að útrýma þessari þjóðarskömm og þessum þjóðarfjanda. Vegurinn til þess að útrýma honum liggur opinn fyrir; reynslan er búin að sýna hann, og hún bendir skýrt á hann; en sumir þurfa að gjöra sig merkilega; sumir aptur eru of þráir til að játa villu sína, þótt þeir sjái hana; þess vegna gcta ekki fengizt samtök í þessu áríðandi máli. Reynslan er þó búin að sýna, að lækningar eru ekki einhlýtar til

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.